Oft er talað um lestur barna eins og í lestrinum felist refsing. Börn mótmæla foreldrum sem skipa þeim að fara fyrr í háttinn til að lesa fyrir svefninn. Í mörgum tilfellum finnst þeim meira spennandi að vaka lengur til að horfa á sjónvarpið eða leika með vinum sínum og vilja allra síst vera send upp í rúm. Ef hugur barnsins tengir lestur beint við háttatíma er hætt við að það líti lestur hvassari augum. Æskilegra væri að börn gætu nálgast lestur með því hugarfari að vilja heyra sögur og fræðast í gegnum bækur.
Í dag má finna endalaust af könnunum sem sýna fram á að lesskilningur barna fari síversnandi með árunum og þótt slík umfjöllun sé mikilvæg getur hún líka verið yfirþyrmandi. Frá sjónarhorni barna snýst tíðarandinn í samfélaginu oft um að það sé til skammar hvað börn og unglingar lesi sáralítið og stundum er eins og lestri sé beitt …
Athugasemdir