Höfundurinn Eiríkur Bergmann segist hafa fengið taugaáfall við skyndilegan tinnitus – sem er ólæknandi suð í höfði eða eyrum. Hann skrifaði í framhaldinu dagbækur til að vinna sig út úr áfallinu og samhliða rifja upp líf sitt. Sem prófessor í stjórnmálafræði hefur hann gefið út sex fræðibækur á ensku og sjö fræðibækur á íslensku. En líka þrjár skáldsögur sem af titlunum að dæma virðast glæpsamlegar. Útgáfuferillinn spannar rúm tuttugu ár og höfundur er þekktur sem stjórnmálaskýrandi úr íslenskri fjölmiðlaumræðu. Hér kveður hins vegar við nýjan og persónulegan tón.
Nýr tónn í miðlun þekkingar
Bókin Óvæntur ferðafélagi er með undirtitli á innsíðu sem Minningabók og er einhvers konar skáldævisaga – segir höfundur einnig. Hún lýsir umbreytandi upplifunum á gefandi hátt fyrir lesendur.
Mögulegt er að ákafur áhugi hans á heimsmálum geti, sérstaklega í ljósi atburða á síðustu árum, hreinlega hafa valdið hinu sjúklega ástandi, sem getið er hér …
Athugasemdir