Heilaheilsa er lífstíðarverkefni, rétt eins og líkamleg heilsa, en minna hefur verið rætt um heilsu heilans. Því vill Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi knattspyrnukona, breyta. Ákveðin vitundarvakning um heilaheilsu er að eiga sér stað að hennar mati.
En hvað er heilaheilsa?
„Það er persónulegt fyrir hvern og einn hvað heilaheilsa er,“ segir Ólína en merki um góða heilaheilsu er til að mynda góð einbeiting, athygli, gott minni og skýr hugsun. „Þú finnur ekki að þú sért með fulla heilaheilsu fyrr en þú missir hana aðeins niður. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut að við eigum að vera með öflugt hugarstarf og gerum ráð fyrir því. Þá erum við með heilaheilsu. Þangað til eitthvað gerist og við finnum að það er eitthvað að.“
„Þú finnur ekki að þú sért með fulla heilaheilsu fyrr en þú missir hana aðeins niður“
Ólína er sálfræðingur og er auk þess með doktorspróf í líf- …
Athugasemdir