Með heilaheilsu á heilanum eftir heilahristing

Ólína Guð­björg Við­ars­dótt­ir var í miðju doktors­námi að rann­saka hug­ræna getu þeg­ar hún fékk heila­hrist­ing sem batt enda á far­sæl­an fer­il henn­ar sem knatt­spyrnu­kona. Upp frá því má segja að hún hafi ver­ið með heila­heilsu á heil­an­um. „Það er allt svo áhuga­vert og skemmti­legt við heil­ann.“

Með heilaheilsu á heilanum eftir heilahristing
Heilaheilsa Af hverju er ég með heilaþoku? og Er ég að fá Alzheimer? eru á meðal spurninga sem Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sálfræðingur og knattspyrnukona, hefur svarað á námskeiðið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands um heilaheilsu og þjálfun hugans. Mynd: Golli

Heilaheilsa er lífstíðarverkefni, rétt eins og líkamleg heilsa, en minna hefur verið rætt um heilsu heilans. Því vill Ólína G. Viðarsdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi knattspyrnukona, breyta. Ákveðin vitundarvakning um heilaheilsu er að eiga sér stað að hennar mati.

En hvað er heilaheilsa? 

„Það er persónulegt fyrir hvern og einn hvað heilaheilsa er,“ segir Ólína en merki um góða heilaheilsu er til að mynda góð einbeiting, athygli, gott minni og skýr hugsun. „Þú finnur ekki að þú sért með fulla heilaheilsu fyrr en þú missir hana aðeins niður. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut að við eigum að vera með öflugt hugarstarf og gerum ráð fyrir því. Þá erum við með heilaheilsu. Þangað til eitthvað gerist og við finnum að það er eitthvað að.“

„Þú finnur ekki að þú sért með fulla heilaheilsu fyrr en þú missir hana aðeins niður“

Ólína er sálfræðingur og er auk þess með doktorspróf í líf- …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu