Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Assad er í hópi þeirra sem eiga flesta óvini í veröldinni“

Bash­ar al-Assad átti ekki margra kosta völ þeg­ar upp­reisn­ar­menn voru um það bil að taka völd­in í Sýr­landi fyr­ir skömmu. Ír­an og Rúss­land voru nefnd sem hugs­an­leg­ir áfanga­stað­ir hans og svo fór að Vla­dimír Pútín bauð ein­ræð­is­herr­an­um og nán­ustu fjöl­skyldu hans að dvelj­ast í Rússlandi, af mann­úð­ar­ástæð­um.

Þegar sýrlenskir uppreisnarmenn nálguðust höfuðborgina Damaskus og Bashar al-Assad, þáverandi forseti Sýrlands, sá að dagar hans sem einræðisherra væru senn taldir lagði hann á flótta. Þetta gerðist 8. desember og 54 ára valdatíð Assad-fjölskyldunnar í Sýrlandi var lokið. Í miklum skyndi yfirgaf Assad forsetahöllina og fór um borð í flugvél sem staðsett var í rússneskri herstöð með tilheyrandi flugvelli. Vélin hvarf af ratsjám skömmu eftir flugtak en síðar kom í ljós að förinni hafði verið heitið til Moskvu en eiginkonan, Asmar, og börn þeirra þrjú voru þegar komin þangað. Frá skrifstofu Pútíns barst tilkynning um að Assad-hjónin, Bashar og Asmar, ásamt börnum sínum þremur, hefðu fengið landvistarleyfi í Rússlandi. Af mannúðarástæðum sagði í tilkynningunni.

Barvikha, heilsuhæli og glæsihallir

Þótt ekki hafi neitt verið upplýst um hvar Assad-fjölskyldan haldi sig í Rússlandi er næsta víst að dvalarstaðurinn sé smábærinn Barvikha skammt fyrir vestan Moskvu. Í Barvikha er stórt hressingar- og heilsuhæli, reyndar heilt þorp. Hressingar- og heilsuhælið, oftast bara kallað Barvikha, var tekið í notkun árið 1935 og var frá upphafi ætlað leiðtogum og æðstu ráðamönnum Sovétríkjanna og gestum sem gætu dvalið þar sér til hressingar og heilsubótar. Í þeim hópi var Georgi Dimitrov, leiðtogi Búlgaríu, sem lést í Barvikha árið 1949. Orðrómur var lengi á kreiki um að honum hefði verið byrlað eitur að undirlagi Stalíns en það var aldrei sannað. Boris Yeltsin, forseti Rússlands frá 1991 til 1999, dvaldi löngum í Barvikha sér til heilsubótar.

Á tíunda áratug síðustu aldar byggðu margir efnaðir Rússar sér íbúðarhús í Barvikha, í nágrenni við heilsu- og hressingarhælið. Þessum húsum fjölgaði talsvert á fyrsta áratug þessarar aldar, við misjafna hrifningu margra bæjarbúa, sem lifðu – og lifa enn – við minni efni.

Flóttamannabúðir þjóðarleiðtoga

Eftir fall Berlínarmúrsins í nóvember 1989 leitaði Erich Honecker ásjár Rússa. Honecker sem verið hafði leiðtogi Austur-Þýskalands, frá árinu 1971 þangað til skömmu fyrir fall múrsins, var vísað frá Rússlandi, eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur. Það var ekki fyrr en síðar að þjóðarleiðtogar á hrakhólum og flótta gátu leitað skjóls, þá í Rússlandi Pútíns.

Um það leyti sem Slobodan Milosevic var handtekinn haustið 2000 flúði eiginkona hans, Mira Markovic, ásamt Marko syni þeirra hjóna, til Rússlands og fékk inni í Barvikha. Talið var að Milosevic hafi verið að undirbúa Rússlandsför þegar hann var handtekinn. Hann var síðar fluttur til Haag í Hollandi þar sem réttað var yfir honum við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn. Réttarhöldin tóku langan tíma og Milosevic lést í fangelsinu í Haag 11. mars árið 2006, áður en dæmt hafði verið í máli hans. Eiginkonan, Mira Marovic, lést í Barvikha árið 2019 þar sem hún hafði búið frá síðustu aldamótum, í glæsivillu. Sonurinn Marko býr enn í sinni villu í Barvikha ásamt rússneskri eiginkonu sinni. Þau Mira og Marko gátu ekki farið úr landi þar sem alþjóða handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur þeim en voru að öðru leyti frjáls ferða sinna.

Aslan Abasjidze, Askar Akajev og Viktor Janukovytj

Árið 2004 var Aslan Abasidsje, forseta sjálfstjórnarsvæðisins Adjarien, sem er hluti af Georgíu, steypt af stóli. Abasidsje var hlynntur Rússum og þegar útséð var hvert stefndi sendi Jurij Luzjikov, borgarstjóri Moskvu, einkaþotu eftir honum sem flutti hann til Moskvu og Abasidsje settist að í Barvikha. Heima í Georgíu var hann dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að draga sér stórfé, jafngildi milljarða íslenskra króna, úr ríkiskassanum. Abasidsje er 86 ára og býr í glæsivillu í Barvikha.

Askar Akajev er einn þeirra fyrrverandi þjóðarleiðtoga sem búa í Barvikha. Akajev var forseti Kirgisistan eftir fall Sovétríkjanna, frá 1991 til 2005, en þá var honum velt úr sessi í túlípanabyltingunni svonefndu. Þegar andstæðingar hans voru farnir að brjóta rúður í forsetahöllinni sá Akajev sitt óvænna og fjölskyldan kom sér á brott, fyrst til Kazakhstan en skömmu síðar bauð Pútín honum og fjölskyldunni landvist í Rússlandi. Akajev er enn að berjast fyrir, án árangurs, að verða á ný titlaður „fyrsti forseti Kirgisistan“ en hann var sviptur titlinum árið 2005. Hann hefur árum saman verið prófessor við Ríkisháskólann í Moskvu. Hann ku eiga sér þann draum að geta aftur flutt heim til Kirgisistans og hefur formlega óskað eftir því við þing landsins en það leyfi hefur hann ekki fengið.

Þekktastur íbúanna í glæsivillunum í Barvikha, fyrir utan Assad, er Viktor Janukovytj, fyrrverandi forseti Úkraínu. Janukovytj, sem er fæddur 1950, var um árabil áberandi í úkraínskum stjórnmálum og var forseti landsins frá árinu 2010. Hann var hallur undir Rússa og árið 2013 ákvað hann að hefja ekki samvinnuviðræður við Evrópusambandið. Sú ákvörðun mætti miklum mótmælum í Úkraínu, nánast borgarastyrjöld. Tugir þúsunda mótmæltu vikum saman og fjölmargir létu lífið í átökum stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga, átökin voru kennd við Majdan-torgið í Kiev. Eftir að samið var um frið flúði Janukovytj árið 2014 til Rússlands en vel hafði farið á með honum og Pútín. Hann var sviptur forsetatitlinum og árið 2019 dæmdur til 13 ára fangelsisvistar, in absentia eins og það heitir, fyrir föðurlandssvik.

Janukovytj kom ekki tómhentur til Rússlands, keypti veglegt einbýlishús sem kostaði jafnvirði sjö milljarða íslenskra króna í Barvikha og á auk þess hús í Suður-Rússlandi, nálægt Rostov.

Assad

Eins og nefnt var framar í þessum pistli er ekki með vissu vitað hvar Assad heldur sig en telja verður líklegt að hann setjist að í Barvikha. Reyndar ættu þau hjónin ekki að verða í húsnæðisvandræðum því talið er að þau eigi 20 íbúðir í Moskvu og ekki þarf að taka fram að það eru ekki neinar kjallaraholur. Elsti sonur hjónanna hefur um árabil stundað nám í Moskvu og hefur nýlega lokið doktorsprófi í stærðfræði frá Ríkisháskólanum í Moskvu. Assad-hjónin eru ekki á nástrái því í skjölum bandaríska utanríkisráðuneytisins má lesa að þau eigi jafnvirði 280 milljarða íslenskra króna á bankabókum í vel völdum skattaskjólum.

Líf í sús og dús en þó í stöðugum ótta

Þótt Assad-fjölskyldan þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur er ekki þar með sagt að hennar bíði áhyggjulaust líf. Fyrr á þessu ári sendi þýski stjórnmálafræðingurinn Marcel Dirsus frá sér bók sem vakið hefur mikla athygli. Svo mikla að tímaritið The Economist hefur sett hana á lista sinn yfir merkustu bækur ársins. Í bókinni, sem heitir Hvernig einræðisherrar falla, kemur fram að á árunum 1950 til 2012 enduðu 69 prósent einræðisherra, sem hraktir voru frá völdum, í fangelsi, í útlegð eða voru drepnir. Í 13 ára borgarastyrjöld hefur meira en hálf milljón Sýrlendinga látist í átökum, milljónir hafa lagt á flótta, tugþúsundir teknar af lífi, fangelsaðar eða pyntaðar. 

Assad á marga óvini, og þótt hann sé nú undir verndarvæng Pútíns er aldrei að vita hvað gerist,“ sagði Marcel Dirsus í viðtali við blaðamann Politiken. Því fleiri óvini sem þú átt, þeim mun líklegra er að þú verðir drepinn og Assad er í hópi þeirra sem eiga flesta óvini í veröldinni.“ Marcel Dirsus benti á að Pútín er 13 árum eldri en Assad og enginn veit hvað tekur við að Pútín gengnum. Nýir valdhafar í Kreml gætu ákveðið að það þjóni ekki þeirra tilgangi að halda verndarhendi yfir Assad. Þótt Assad geti lifað í áratugi verður það líf í stöðugum ótta,“ sagði Marcel Dirsus.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Að lifa eins og kjölturakki undir grimmum fyllibyttum er lélegt gaman…
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár