Þegar Sigurlaug Gísladóttir missti son sinn úr bráðahvítblæði í október í hittifyrra vantaði hana eitthvað til að dreifa huganum og takast á við sorgina. Hún fór þess vegna að búa til töskur og teppi úr bútasaumi til þess að finna hugarró.
Afraksturinn selur hún og gefur til Krabbameinsfélagsins í Austur-Húnavatnssýslu, sem ljáði syni hennar hjálparhönd þegar hann var í krabbameinsmeðferð.
„Varð mín heilun“
„Það er mikil vinna á bak við þetta. Þetta varð mín heilun að fara í þetta. Þetta varð leið til að takast á við sorgina, sérstaklega í fyrravetur, þegar maður var svolítið eins og illa gerður hlutur,“ segir Sigurlaug í samtali við Heimildina.
Gunnlaugur Dan, sonur Sigurlaugar, var 39 ára gamall þegar hann lést. „Hann var alltaf svolítið litla barnið þar sem hann var misþroska og með fötlun - lögblindur. Gunnlaugur var ákaflega sjálfstæður og sterkur karakter, sem var búið að fara ákaflega illa með í gegnum …
Athugasemdir (1)