Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Saumar teppi til að takast á við sorgina

Eft­ir að Sig­ur­laug Gísla­dótt­ir missti son sinn úr bráða­hvít­blæði í hittifyrra ók hún upp á því að sauma hand­verk úr bútasaumi. Verk­in sel­ur hún og gef­ur ágóð­ann til Krabba­meins­fé­lags­ins í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu.

Saumar teppi til að takast á við sorgina
Lést í fyrra Gunnlaugur Dan, sonur Sigurlaugar, lést úr krabbameini í október í fyrra.

Þegar Sigurlaug Gísladóttir missti son sinn úr bráðahvítblæði í október í hittifyrra vantaði hana eitthvað til að dreifa huganum og takast á við sorgina. Hún fór þess vegna að búa til töskur og teppi úr bútasaumi til þess að finna hugarró.

Afraksturinn selur hún og gefur til Krabbameinsfélagsins í Austur-Húnavatnssýslu, sem ljáði syni hennar hjálparhönd þegar hann var í krabbameinsmeðferð.

„Varð mín heilun“

„Það er mikil vinna á bak við þetta. Þetta varð mín heilun að fara í þetta. Þetta varð leið til að takast á við sorgina, sérstaklega í fyrravetur, þegar maður var svolítið eins og illa gerður hlutur,“ segir Sigurlaug í samtali við Heimildina. 

Gunnlaugur Dan, sonur Sigurlaugar, var 39 ára gamall þegar hann lést. „Hann var alltaf svolítið litla barnið þar sem hann var misþroska og með fötlun - lögblindur. Gunnlaugur var ákaflega sjálfstæður og sterkur karakter, sem var búið að fara ákaflega illa með í gegnum …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Takk kærlega að koma þessu á framfæri. Vil benda áhugasömum á, að að fara á fésbókarsíðu mína Sigurlaug Gísladóttir og eða Húnabúð þar sem má finna myndir af fleiri teppum sem eru til sölu eða hafa samband á netfangið hunabudin@gmail.com og fá upplýsingar þ.e myndir og verð. <3
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár