Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Saumar teppi til að takast á við sorgina

Eft­ir að Sig­ur­laug Gísla­dótt­ir missti son sinn úr bráða­hvít­blæði í hittifyrra ók hún upp á því að sauma hand­verk úr bútasaumi. Verk­in sel­ur hún og gef­ur ágóð­ann til Krabba­meins­fé­lags­ins í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu.

Saumar teppi til að takast á við sorgina
Lést í fyrra Gunnlaugur Dan, sonur Sigurlaugar, lést úr krabbameini í október í fyrra.

Þegar Sigurlaug Gísladóttir missti son sinn úr bráðahvítblæði í október í hittifyrra vantaði hana eitthvað til að dreifa huganum og takast á við sorgina. Hún fór þess vegna að búa til töskur og teppi úr bútasaumi til þess að finna hugarró.

Afraksturinn selur hún og gefur til Krabbameinsfélagsins í Austur-Húnavatnssýslu, sem ljáði syni hennar hjálparhönd þegar hann var í krabbameinsmeðferð.

„Varð mín heilun“

„Það er mikil vinna á bak við þetta. Þetta varð mín heilun að fara í þetta. Þetta varð leið til að takast á við sorgina, sérstaklega í fyrravetur, þegar maður var svolítið eins og illa gerður hlutur,“ segir Sigurlaug í samtali við Heimildina. 

Gunnlaugur Dan, sonur Sigurlaugar, var 39 ára gamall þegar hann lést. „Hann var alltaf svolítið litla barnið þar sem hann var misþroska og með fötlun - lögblindur. Gunnlaugur var ákaflega sjálfstæður og sterkur karakter, sem var búið að fara ákaflega illa með í gegnum …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SGIG
    Sigurlaug Guðrún I Gísladóttir skrifaði
    Takk kærlega að koma þessu á framfæri. Vil benda áhugasömum á, að að fara á fésbókarsíðu mína Sigurlaug Gísladóttir og eða Húnabúð þar sem má finna myndir af fleiri teppum sem eru til sölu eða hafa samband á netfangið hunabudin@gmail.com og fá upplýsingar þ.e myndir og verð. <3
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár