Drápin á baskneskum áhöfnum 1615 eru fleirum en Jóni Kalman uppspretta í sagnagerð. Skuggi skrifaði Spánarvín og gaf út 1952, leikin kvikmynd var gerð 2016 af baskneskum og íslenskum framleiðendum, Baltasar Kormákur hét þá að gera leikna mynd um atburðina, skáldsaga Tapio Koivukari kom út 2012 og lifnaði svo við í sviðsetningu Kómedíuleikhússins á þessu ári. Þá taka illvirkin sitt pláss í ævisögu Jóns lærða eftir Viðar Hreinsson 2016 (bls. 216–245) ítarlega, víðar eru átökin rædd og greind; rétt eins og mörg söguleg efni frá upphafi 17. aldarinnar: Tyrkjaránin svonefndu 1627, ævi Hallgríms Péturssonar. Enda af nógu að taka í þó fáskrúðugum heimildum um þessa tíma, svo fátæklegum að þær kalla á túlkun og útfærslu, tilraun til skilnings og skýrari myndar, en alltaf með augum hvers tíma. Heimur 17. aldar er heillandi.
Boðun sögunnar
Jón vinnur aldeilis prýðilega úr þessu efni: hann býr til nýjan landshluta á Vestfjörðum til að …
Athugasemdir