Þó að það sé mismunandi eftir svæðum eru nokkrir klassískir réttir og hefðir algeng um allt Frakkland á jólatímabilinu. Það sem ég hef upplifað í gegnum árin varðandi hefðir þegar kemur að jólamatnum er að fiskmeti er vinsælt, sérstaklega í forrétt, hörpuskel, ostrur eða reyktur lax borin fram á litlum pönnukökum (blini) og ekki má gleyma foie gras sem er ómissandi á mörgum frönskum heimilum. Kastaníuhnetur eru mikilvægar í franskri jólamatargerð, bæði sem meðlæti (oft ristaðar) eða notaðar sem fyllingar í kalkúna eða annað kjöt.
Á sumum svæðum í Frakklandi eru marrons glacés (sykraðar kastaníuhnetur) vinsælt sælgæti sem borðað er yfir hátíðirnar. Í aðalrétt er oft kjöt, á mörgum svæðum er það gæs, capon (lítill kalkúnn) eða hefðbundinn kalkúnn fylltur með kastaníuhnetum eins og er oftast á mínu heimili.
Ekki má gleyma meðlætinu en það eru engar sykraðar kartöflur í boði á frönskum matarborðum heldur dauphinoise kartöflur eða gratín dauphinoise, …
Athugasemdir