Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Ráðningarsamningur heimilar hljóðupptökur af starfsfólki

Ráðn­ing­ar­samn­ing­ur SVEIT, sem bygg­ir á kjara­samn­ingi „gervistétt­ar­fé­lags­ins“ Virð­ing­ar, heim­il­ar hljóðupp­tök­ur af starfs­fólki ásamt ann­arri ra­f­rænni vökt­un. Per­sónu­vernd seg­ir ekki hafa reynt á þannig mál. Eina for­dæm­ið er Klaust­urs­mál­ið, þar sem úr­skurð­að var að hljóðupp­tak­an væri ólög­mæt.

Ráðningarsamningur heimilar hljóðupptökur af starfsfólki
108 fyrirtæki í veitingahúsarekstri eru í Sveit en þeim fer ört fækkandi samkvæmt Eflingu. Mynd: Shutterstock

Heimildin hefur undir höndum ráðningasamning Virðingar og SVEIT við starfsfólk sitt og má þar sjá umdeild skilyrði um rafræna vöktun. Auk þess að sæta myndavélaeftirliti má starfsfólk búast við hljóðritun að auki á meðan það er við störf. Persónuvernd hefur úrskurðað í slíku máli einu sinni, það var Klaustursmálinu, og var þá hljóðritunin úrskurðuð ólögmæt á þeim forsendum að um brot á friðhelgi einkalífsins væri að ræða. Grunnforsendan var sú að hljóðritun stæði yfir í langan tíma.

Hljóðritun brot á friðhelgi einkalífsins

Þegar haft var samband við persónuvernd fengust þau svör að það hefði ekki reynt á samskonar mál þar sem starfsmaður er hljóðritaður. Ef litið er til Klaustursmálsins má ætla að niðurstaðan yrði sams konar. Á það var bent að ef starfsfólk sætir rafrænni vöktun, þarf að kynna þeim það skilmerkilega. Fræðsla er grundvallaratriði.

Efling ásamt fleiri stéttarfélögum hefur gagnrýnt Virðingu, stéttarfélag SVEIT, sem eru samtök veitingahúsaeigenda, harðlega. Þannig …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    SVEIT virðist samkvæmt þessu vera samtök svíðinga og ofbeldisfólks. Þetta fólk ætti einfaldlega að skammast sín.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu