Heimildin hefur undir höndum ráðningasamning Virðingar og SVEIT við starfsfólk sitt og má þar sjá umdeild skilyrði um rafræna vöktun. Auk þess að sæta myndavélaeftirliti má starfsfólk búast við hljóðritun að auki á meðan það er við störf. Persónuvernd hefur úrskurðað í slíku máli einu sinni, það var Klaustursmálinu, og var þá hljóðritunin úrskurðuð ólögmæt á þeim forsendum að um brot á friðhelgi einkalífsins væri að ræða. Grunnforsendan var sú að hljóðritun stæði yfir í langan tíma.
Hljóðritun brot á friðhelgi einkalífsins
Þegar haft var samband við persónuvernd fengust þau svör að það hefði ekki reynt á samskonar mál þar sem starfsmaður er hljóðritaður. Ef litið er til Klaustursmálsins má ætla að niðurstaðan yrði sams konar. Á það var bent að ef starfsfólk sætir rafrænni vöktun, þarf að kynna þeim það skilmerkilega. Fræðsla er grundvallaratriði.
Efling ásamt fleiri stéttarfélögum hefur gagnrýnt Virðingu, stéttarfélag SVEIT, sem eru samtök veitingahúsaeigenda, harðlega. Þannig …
Athugasemdir (1)