„Af hverju fæ ég ekki að tala, Þýskaland?“

Þýska þing­ið sam­þykkti álykt­un um að nota skyldi um­deilda skil­grein­ingu IHRA-sam­tak­anna þeg­ar úr­skurð­að væri um hvað teld­ist til gyð­inga­hat­urs. Nú er svo kom­ið að lista­menn og aka­demíker­ar virð­ast þurfa að hugsa sig tvisvar um áð­ur en þeir sýna Palestínu stuðn­ing. Hvað er að ger­ast í Þýskalandi? spyr Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir.

„Af hverju fæ ég ekki að tala, Þýskaland?“
Þjóðarmorð Forstöðumaður Neue Nationalgalerie, Klaus Biesenbach, svarar ásökunum Goldin eftir ræðu hennar í Neue Nationalgalerie. Fyrir utan safnið standa aktívistar með borða sem á stendur „Staatsraison: Þjóðarmorð“, (Staatsraison er hugtak sem Angela Merkel notaði til að segja Ísrael hluta af tilvistarréttlætingu Þýskalands) . Starfsfólk Neue Nationalgalerie hefur tekið sér stöðu til að fela með líkömum sínum orðið Genozid, eða þjóðarmorð.

Nan Goldin, listakona sem síðustu áratugi hefur verið heimsþekkt fyrir að fanga það allra mannlegasta með ljósmyndum sínum, opnaði yfirlitssýningu í Neue Nationalgalerie-safninu í Berlín í október.  Við opnun sýningarinnar hélt Goldin harðorða ræðu, þar sem hún gagnrýndi ritskoðun á röddum listafólks í Þýskalandi:

Af hverju er ég að tala við ykkur, Þýskaland?
Því tungur hafa verið bundnar,
kyrktar af ríkisstjórninni, lögreglunni og menningarlegum ofsóknum. [Berlín] er borg sem við [listamenn] litum eitt sinn á sem athvarf. En síðan 7. október hefur meira en 180 listamönnum, rithöfundum og kennurum verið slaufað, sumum þeirra fyrir eitthvað jafn hversdagslegt og læk á Instagram. Mörg þeirra eru palestínsk, 20% þeirra eru gyðingar. Af hverju er ég að tala hér? Ég ákvað að nota þessa sýningu sem vettvang fyrir siðferðisreiði mína yfir þjóðarmorðinu í Gaza og Líbanon. Ég lít á sýninguna mína hér sem prófstein: Ef listakona í minni stöðu fær að tjá pólitískar skoðanir sínar án þess að það sé þaggað niður, vona ég að það ryðji brautina fyrir aðra listamenn til að tjá sig án ritskoðunar. Ég vona að það verði útkoman. Af hverju ég ekki að tala, Þýskaland?

Þetta á ekki eftir að enda vel

Hvað er að gerast í Þýskalandi?

En hvaðan koma ásakanir ljósmyndarans heimsþekkta og hvað er eiginlega að gerast í Þýskalandi? Þau sem eru í menningar- og listageiranum þekkja hvernig listastofnanir keppast við að sanna samfélagslegt gildi sitt með því að sýningar þeirra taki fyrir nýlendustefnu, rasisma, kynjahlutverk og svo framvegis. Það þykir því mörgum listamönnum skjóta skökku við að listastofnanir ritskoði listafólk sem styður frelsisbaráttu Palestínu berum orðum, eða með lækum á Instagram, eins og Goldin orðaði það. En síðan þýska þingið samþykkti ályktun um að nota skyldi skilgreiningu IHRA-samtakanna (e. Alþjóðlegu samtökin um minningu helfararinnar) þegar úrskurðað væri um hvað teldist til gyðingahaturs var öll gagnrýni á Ísraelsríki sett undir þann hatt. Til að gefa dæmi um hversu víð skilgreining samtakanna IHRA á gyðingahatri er má nefna að samtökin telja skýrslu stærstu mannúðarsamtaka heims, Amnesty International, um að Ísrael sé aðskilnaðarríki[1] til gyðingahaturs.

Áhrif á fjölmarga listamenn og akademíkera

Meðal þess fyrsta sem ályktun þýska þingsins gaf af sér var brottrekstur Þjóðverja af kongólskum uppruna úr starfi sem umsjónarmaður barnasjónvarpsþáttar, fyrir þátttöku hans í umhverfisvænni hátíð til styrktar börnum á Vesturbakkanum í Palestínu. Síðan þá hefur ályktunin haft áhrif á fjölmarga listamenn og akademíkera: Listakonan og goðsögnin Laurie Anderson missti prófessorsstöðu sína við Folkwang-listaháskólann í Essen fyrir að skrifa undir opið bréf listafólks gegn aðskilnaðarstefnu Ísraels, palestínska skáldið Adania Shibli var svipt verðlaunaafhendingu vegna bókar sinnar á Bókahátíðinni í Frankfurt, að því er virðist vegna þjóðernis hennar. Listamiðstöðin Oyoun neyddist til að loka dyrum sínum eftir að þau misstu allar styrkveitingar í kjölfar þess að þau héldu viðburð undir nafninu „Raddir gyðinga fyrir réttlátum friði í Mið-Austurlöndum“. Þetta eru allt dæmi frá síðastliðnu ári, en þýska þingið staðfesti nú í nóvember ályktun sína um að ríkið myndi ekki styrkja samtök eða verkefni sem kalla eftir sniðgöngu á Ísrael eða styðja sniðgönguhreyfinguna, eða ógna tilverurétti Ísraelsríkis. 

Svo virðist því sem aflýsingar á listasýningum, tónleikum og leiksýningum, boðum til listamanna, veitingar á bókaverðlaunum, verði enn undir smásjá víðrar skilgreiningar á hvað geti flokkast sem hatur.   

Meint „innflutt“ gyðingahatur

Nan Goldin benti einnig á í ræðu sinni það sem margir aðrir gagnrýnendur stefnu þýskra stjórnvalda hafa gagnrýnt varðandi ályktanir þingsins, sem er að skilgreining Þýskalands á gyðingahatri skekki baráttuna gegn raunverulegu gyðingahatri, færi fókusinn frá hatursglæpum nýnasista yfir á mótmæli gegn því sem þau kalla „innflutt“ gyðingahatur. Þýskaland telur sumsé gyðingahatrið innflutt en ómögulega geta verið lengur að finna í þeirra eigin borgurum, jafnvel þó rannsóknir sýni að 80% hatursglæpa gegn gyðingum séu framdir af öfga-hægri hópum sem aðhyllast hvíta yfirburðahyggju. 

Meðal gagnrýnenda ritskoðunar Þjóðverja er Candace Breitz, suður-afrísk listakona af gyðingaættum, sem varð fyrir því að hætt var við myndlistarsýningu hennar vegna þess að hún hefði ekki samþykkt að leggja árás Hamas 7. október 2023 að jöfnu við helförina. Breitz benti í viðtali í kjölfarið á fáránleika þess að Þýskaland segi nú gyðingum hvað séu rétt og röng viðbrögð við slátrun á þeim sjálfum. Á mótmælum gyðinga fyrir Palestínu þann 10. nóvember 2023 sagði listakonan jafnframt: „Á sama tíma halda nýnasistar og þjóðernissinnar áfram að ganga um götur Þýskalands með vernd lögreglu, og stuðningur við [hægri] flokkinn AfD heldur áfram að vaxa [...] Hvernig er það mögulegt, vinir, að röddum okkar sem menningarfólks, listamanna, rithöfunda, tónlistarmanna, ljóðskálda, leikhúsfólks, fræðimanna, hugvitsmanna – hvernig er það mögulegt að rödd okkar sé talin hættulegri fyrir þetta samfélag en rödd hvítra þjóðernissinna og hægri öfgahreyfinga?“

Hægrið er að taka baráttuna um tjáningarfrelsið upp á sína arma á meðan listamenn, sem eru yfirleitt á vinstri vængnum, virðast ekki vilja taka ekki upp hanskann fyrir listafólk.

Listamenn þurfa að hugsa sig tvisvar um

Þýsk vinkona undirritaðrar sótti um styrk fyrir skólagjöldum fyrir meistaranámi í sviðslistum. Henni þótti nokkuð öruggt að fá styrkinn, ekki síst þar sem hún er listakona með nokkuð „pottþétta“ ferilskrá í listheiminum: hún hefur unnið óslitið frá því hún kláraði grunnnám, vinnur samfélagsleg verkefni með innflytjendum, unglingum og öðrum hópum sem ekki hafa rödd í samfélaginu, ofan á það að vinna sleitulaust í ólíkum opinberum menningarstofnunum og vinna einnig að grasrótarstarfi. En styrkinn fékk hún ekki. Það er auðvitað alltaf sjokk að fá ekki styrk, og fyrir því geta verið ólíkar ástæður – þýska námsstyrkjastofnunin gaf vinkonu minni ekki upp ástæðu, en vinkona mín velti fyrir sér hvort hún hafi gert mistök: Einn meðmælandi hennar er nefnilega listakona sem hefur haft hátt um yfirstandandi árásir Ísraels á Palestínu og Líbanon. „Ég bara hugsaði þetta, það er ekki endilega það – en gæti það verið að mér hafi verið hafnað vegna þess?“ Það er auðvelt að afskrifa áhyggjur vinkonu minnar sem hreina paranoju, en raunin er að flestir listamenn í Þýskalandi þurfa nú að hugsa sig tvisvar um áður en þeir tengja sig eða list sína á nokkurn hátt við málstað Palestínu.

 „Hinn nýi McCarthy-ismi“

Á meðan vopnasendingar Þýskalands til Ísraels hafa tífaldast á einu ári, hefur stefna landsins í menningarmálum þróast út í að vera einn armur utanríkisstefnu landsins. Vegferð Þýskalands hefur verið kölluð „hinn nýi McCarthy-ismi“.

Í listaumhverfi Þýskalands, þar sem allar listastofnanir eru að einhverju leyti ríkisstyrktar, skiptir miklu máli að stjórnvöld standi vörð um tjáningarfrelsi listamanna. Listafólk í þýskalandi er því margt hrætt við að skrifa undir opin bréf eða deila efni um Palestínu á samfélagsmiðlum, því það gæti þýtt að þeir missi lífsviðurværið.

 Fjölmargar kenningar hafa komið fram um af hverju Þjóðverjar, þessi þjóð sem virtist hafa gengist við gerendastimplinum með auðmýkt eftir seinni heimsstyrjöld, þjóðin sem tók minningu helfararinnar og dýfði sér í hana í sektarkennd sem virtist næstum einkennast af stolti, keppist nú við að þagga niður í listamönnum sem segja það sem þeim finnst óþægilegt. Er Þjóðverjum kannski svo mikið í mun að vera réttir að þeir fara hringinn og verða það sem þeir óttast mest sjálfir?

 Titill yfirlitssýningar Nan Goldin í Neue Nationalgalerie eru varnaðarorð sem hefðu vel átt heima í kraftmikilli ræðu hennar: „This will not end well“, eða „Þetta mun ekki enda vel“. Við látum liggja á milli hluta hvort orð hennar reynist hafa spádómsmátt.



[1] https://www.theguardian.com/news/2023/apr/24/un-ihra-antisemitism-definition-israel-criticism

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Já, þetta eru sannarlega góð og vel rökstudd orð, en samt bara gnauð upp í vindinn. Það er mörg ógæfan í veröldinni sem þyrfti að hitta englana sína til að finna sjálfa sig. Gagnrýni á Ísrael á sér enga stöðu meðal siðmenntaðra manna. Það er bara þannig og þess vegna geta þeir ekki sem vilja halda fram ábyrgum stjórnmálum í Evrópu og USA tekið þátt í að níðast á eina lögmæta gyðinga heimilinu á plánetunni. Ísrael hýsir milljónir flóttamanna frá arabísku þjóðinni og tekur þá einnig flóttamenn frá Afríku. Sækir flóttamenn þangað sem enginn annar vill og innleiðir svo. Múslima og blökkumenn. Þeir sæta stöðugt árás heimsins fyrir það sama og öll önnur lönd gera í varnarskyni,að verja íbúa landsins með valdi og gefast aldrei upp fyrir hryðjuverkamönnunum. Þeir þáðu land frá UN 1948 og skilgreina land sitt sem heimili gyðinga. Löglega og friðsamlega eftir hryllilegan búsetu tíma í Evrópu og var nánast útrýmt af Evrópu búum. Helvíti er Disney land undir mjúku teppi miðað víð Auschwitz. Það vitna skýrslur nasista um. Mannkyn þekkir ekki baráttuna sem gyðingur þurfti að heyja til að sleppa lifandi undan evrópsku þjóðunum á tuttugustu öld. Það er ógæfan sem nú birtist því sem ræðst gegn gyðingum nú út um allan heim.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Aldrei verið í boði að gefast upp“
4
SkýringHjólhýsabyggðin

„Aldrei ver­ið í boði að gef­ast upp“

Íbú­um hjól­hýsa­byggð­ar­inn­ar í Laug­ar­daln­um var sagt að þau þyrftu að flytja upp á Sæv­ar­höfða í 8 til 12 vik­ur og síð­an yrði þeim fund­inn ann­ar stað­ur til að búa á. Síð­an eru liðn­ar 78 vik­ur. Íbú­arn­ir halda nú þar sín önn­ur jól og vita ekk­ert hvert fram­hald­ið verð­ur. „Ég er nátt­úr­lega brjál­uð,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir, íbúi á svæð­inu og formað­ur Sam­taka hjóla­búa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
4
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár