„Forsetinn var mjög indæl við mig –hún sagði mér að ég ætti þetta skilið. Það var mjög tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig,“ segir hin sýrlenska Rima Charaf Eddine Nasr í samtali við Heimildina. Hún fékk á dögunum viðurkenningu fyrir það að vera tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024.
Halla Tómasdóttir forseti er verndari verðlaunanna, sem eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Forsetinn veitti Rimu viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastörf hennar – sem hún hefur unnið bæði fyrir Rauða krossinn og félagasamtökin Læti!
Verður send til Venesúela
Rima segir að viðurkenningin hafi skipt hana miklu máli. „Þegar þú ert alveg að missa alla von þá gerist eitthvað sem segir þér að gefast ekki upp – sem segir þér að halda áfram. Athöfnin heiðraði mig og mér fannst fólk sjá mig sem manneskju. Stærstan hluta af lífi mínu leið mér eins og ég mætti ekki segja neitt, hafa skoðun á neinu, eða mega …
Athugasemdir (2)