Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Djúpt snortin yfir viðurkenningunni en bíður brottvísunar

Hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr fékk við­ur­kenn­ingu frá for­seta Ís­lands á dög­un­um fyr­ir það að vera ein af þeim tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur 2024. Boð­að hef­ur ver­ið til mót­mæla vegna yf­ir­vof­andi brott­vís­un­ar henn­ar.

Djúpt snortin yfir viðurkenningunni en bíður brottvísunar
Systur Rimu og Nouru verður gert að yfirgefa Ísland. Mynd: Golli

„Forsetinn var mjög indæl við mig –hún sagði mér að ég ætti þetta skilið. Það var mjög tilfinningaþrungið augnablik fyrir mig,“ segir hin sýrlenska Rima Charaf Eddine Nasr í samtali við Heimildina. Hún fékk á dögunum viðurkenningu fyrir það að vera tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024. 

Halla Tómasdóttir forseti er verndari verðlaunanna, sem eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Forsetinn veitti Rimu viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastörf hennar – sem hún hefur unnið bæði fyrir Rauða krossinn og félagasamtökin Læti!

Verður send til Venesúela

Rima segir að viðurkenningin hafi skipt hana miklu máli. „Þegar þú ert alveg að missa alla von þá gerist eitthvað sem segir þér að gefast ekki upp – sem segir þér að halda áfram. Athöfnin heiðraði mig og mér fannst fólk sjá mig sem manneskju. Stærstan hluta af lífi mínu leið mér eins og ég mætti ekki segja neitt, hafa skoðun á neinu, eða mega …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hulda Ólafsdóttir skrifaði
    Mér finnst það gjörsamlega galin ákvörðun að senda þessar systur úr landi. Þær eiga að vera velkomnar og ég vona og bið um að svo verði.
    3
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    Skelfilegt og grimmt að senda þær til Venesúela, af öllum löndum! Báðar eiga að fá að vera hjá eigin fjölskyldu á Íslandi!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu