Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Ósætti um fæðubótarefni fyrir mjólkurkýr

Dansk-sænska mjólk­ur­vinnsl­an Arla hef­ur sætt harðri gagn­rýni breskra neyt­enda eft­ir að fyr­ir­tæk­ið til­kynnti að frá og með ára­mót­um yrðu, í til­rauna­skyni, breyt­ing­ar á fóðri mjólk­ur­kúa. Breyt­ing­unni er ætl­að að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda sem kýrn­ar gefa frá sér.

Umræða um hlýnun andrúmsloftsins er ekki ný af nálinni. Hún hefur hins vegar aukist á allra síðustu árum, ekki síst í tengslum við öfgar í veðurfari, sem nær daglega berast fréttir af.

Lengi vel var iðulega talað um varnaðarorð vísindamanna sem svartsýnisböl. Það gera fáir lengur enda blasa afleiðingar hlýnandi loftslags alls staðar við. Fyrir tiltölulega fáum árum hefði verið hlegið að þeim sem töluðu um að ekki væri þess langt að bíða að sumir íslensku jöklanna yrðu horfnir innan nokkurra áratuga. Enginn hlær að slíku lengur. Fyrir fimm árum mátti lesa á vef Veðurstofunnar að líklega yrði Snæfellsjökull horfinn, að mestu eða öllu leyti, um 2050, eftir 26 ár. Nokkuð sem fæstir hefðu látið sér til hugar koma fyrir fáeinum árum. Hækkandi sjávarborð af völdum hlýnunar er mikið áhyggjuefni sem mun leiða til mikilla breytinga eins og iðulega hefur verið fjallað um í fréttum á síðustu árum. Vísindamenn um allan heim keppast við að finna leiðir til að draga úr losun og ýmislegt hefur áunnist þótt flestir séu sammála um að meira þurfi til ef takast eigi að draga úr hlýnun jarðarinnar.

Kýrnar sökudólgar í loftslagsmálum

Þær eru óneitanlega sakleysislegar kusurnar þar sem þær rölta í rólegheitum úti í haganum, eða liggja á meltunni og horfa með stóískri ró á það sem fyrir augu ber. Þetta á einungis við kýr sem njóta þeirra forréttinda, að margra mati, að ganga úti hluta ársins. Þótt kýrnar séu rólyndar og fari sér yfirleitt hægt er fögnuður þeirra augljós þegar þeim er hleypt út í fyrsta sinn á hverju vori og þær taka á rás með rassaköstum og fyrirgangi. Þetta hefur iðulega ratað í sjónvarpsfréttir og sums staðar er það auglýst hvenær „hleypa á út“ og skrifara þessa pistils er kunnugt um að hjá dönskum bændum komast færri að en vilja til að sjá vorgleði kúnna. Þetta hopp og hí stendur aðeins skamma stund því kýrnar fara fljótlega að athuga hvernig grasið bragðist. Þær eyða miklum tíma á degi hverjum í að næra sig og að „vinna“ úr grasinu. En þó að kýrnar séu friðsamlegar og rólyndar og liggi gjarnan á meltunni meðan framleiðsluferli“ mjólkurinnar fer fram, eru þær, án þess að hafa hugmynd um, skaðvaldar. Með ropi og viðrekstri losa þær metan út í andrúmsloftið en metan er ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Meðalkýr getur losað allt að 120 kíló af metangasi á ári hverju, það er mikið magn þegar haft er í huga að í heiminum öllum er fjöldi kúa að minnsta kosti 1,6 milljarðar.

Ýmislegt reynt

Vísindamenn hafa um margra ára skeið reynt að finna leiðir til að draga úr metanlosun nautgripa án þess að rýra gildi mjólkurinnar en mjólkin og mjólkurafurðir eru einn mikilvægasti fæðuflokkur mannkynsins. Rannsóknir hafa einkum beinst að fæðu nautgripanna og fyrir 7 árum birtu vísindamenn við James Cook-háskólann í Queensland í Ástralíu niðurstöður rannsóknar sem þeir höfðu unnið. Þeir blönduðu þara í fóður nautgripa og komust að því að metanlosun nautgripanna minnkaði mikið, jafnvel þótt magn þarans væri mjög lítið.

Gagnrýni vekur áhyggjur

Hinn 26. nóvember síðastliðinn tilkynnti Arla að fyrirtækið myndi í samvinnu við nokkur stór verslunarfyrirtæki, til dæmis Tesco og Aldi, setja á markaðinn mjólkurvörur frá 30 bændum sem nota Bovaer-blandað fóður. Þessar upplýsingar hafa valdið gagnrýni og margir neytendur hafa látið í sér heyra og hvatt til að fólk sniðgangi vörur frá Arla. Gagnrýnisröddum hefur fjölgað og þær hafa sömuleiðis heyrst í Svíþjóð og Danmörku. Því hefur meðal annars verið haldið fram að Bill Gates standi á bak við fyrirtækið sem framleiðir Bovaer, fólk fái sár og útbrot ef það neytir mjólkurafurða frá bændum sem nota Bovaer og notkunin geti haft áhrif á frjósemi. Arla vísar allri gagnrýni á bug og segir hana órökstudda með öllu. Eins og áður var nefnt er Arla mjög stórt fyrirtæki í mjólkurvinnslu og gagnrýni, rökstudd eða órökstudd, getur hæglega undið upp á sig og slíkt gæti haft miklar afleiðingar. Einn stjórnenda Arla sagði í viðtali að það væri sorglegt ef órökstuddar fullyrðingar og sögusagnir yrðu til að spilla fyrir þeim árangri sem ná mætti í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Þess má í lokin geta að frá og með áramótum verður dönskum bændum gert skylt að nota Bovaer-blandað fóður handa nautgripum sínum eða bæta talsverðri fitu í fóðrið, til að draga úr metanútblæstri nautgripanna.  

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
„Ég var bara glæpamaður“
5
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár