Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ósætti um fæðubótarefni fyrir mjólkurkýr

Dansk-sænska mjólk­ur­vinnsl­an Arla hef­ur sætt harðri gagn­rýni breskra neyt­enda eft­ir að fyr­ir­tæk­ið til­kynnti að frá og með ára­mót­um yrðu, í til­rauna­skyni, breyt­ing­ar á fóðri mjólk­ur­kúa. Breyt­ing­unni er ætl­að að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda sem kýrn­ar gefa frá sér.

Umræða um hlýnun andrúmsloftsins er ekki ný af nálinni. Hún hefur hins vegar aukist á allra síðustu árum, ekki síst í tengslum við öfgar í veðurfari, sem nær daglega berast fréttir af.

Lengi vel var iðulega talað um varnaðarorð vísindamanna sem svartsýnisböl. Það gera fáir lengur enda blasa afleiðingar hlýnandi loftslags alls staðar við. Fyrir tiltölulega fáum árum hefði verið hlegið að þeim sem töluðu um að ekki væri þess langt að bíða að sumir íslensku jöklanna yrðu horfnir innan nokkurra áratuga. Enginn hlær að slíku lengur. Fyrir fimm árum mátti lesa á vef Veðurstofunnar að líklega yrði Snæfellsjökull horfinn, að mestu eða öllu leyti, um 2050, eftir 26 ár. Nokkuð sem fæstir hefðu látið sér til hugar koma fyrir fáeinum árum. Hækkandi sjávarborð af völdum hlýnunar er mikið áhyggjuefni sem mun leiða til mikilla breytinga eins og iðulega hefur verið fjallað um í fréttum á síðustu árum. Vísindamenn um allan heim keppast við að finna leiðir til að draga úr losun og ýmislegt hefur áunnist þótt flestir séu sammála um að meira þurfi til ef takast eigi að draga úr hlýnun jarðarinnar.

Kýrnar sökudólgar í loftslagsmálum

Þær eru óneitanlega sakleysislegar kusurnar þar sem þær rölta í rólegheitum úti í haganum, eða liggja á meltunni og horfa með stóískri ró á það sem fyrir augu ber. Þetta á einungis við kýr sem njóta þeirra forréttinda, að margra mati, að ganga úti hluta ársins. Þótt kýrnar séu rólyndar og fari sér yfirleitt hægt er fögnuður þeirra augljós þegar þeim er hleypt út í fyrsta sinn á hverju vori og þær taka á rás með rassaköstum og fyrirgangi. Þetta hefur iðulega ratað í sjónvarpsfréttir og sums staðar er það auglýst hvenær „hleypa á út“ og skrifara þessa pistils er kunnugt um að hjá dönskum bændum komast færri að en vilja til að sjá vorgleði kúnna. Þetta hopp og hí stendur aðeins skamma stund því kýrnar fara fljótlega að athuga hvernig grasið bragðist. Þær eyða miklum tíma á degi hverjum í að næra sig og að „vinna“ úr grasinu. En þó að kýrnar séu friðsamlegar og rólyndar og liggi gjarnan á meltunni meðan framleiðsluferli“ mjólkurinnar fer fram, eru þær, án þess að hafa hugmynd um, skaðvaldar. Með ropi og viðrekstri losa þær metan út í andrúmsloftið en metan er ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Meðalkýr getur losað allt að 120 kíló af metangasi á ári hverju, það er mikið magn þegar haft er í huga að í heiminum öllum er fjöldi kúa að minnsta kosti 1,6 milljarðar.

Ýmislegt reynt

Vísindamenn hafa um margra ára skeið reynt að finna leiðir til að draga úr metanlosun nautgripa án þess að rýra gildi mjólkurinnar en mjólkin og mjólkurafurðir eru einn mikilvægasti fæðuflokkur mannkynsins. Rannsóknir hafa einkum beinst að fæðu nautgripanna og fyrir 7 árum birtu vísindamenn við James Cook-háskólann í Queensland í Ástralíu niðurstöður rannsóknar sem þeir höfðu unnið. Þeir blönduðu þara í fóður nautgripa og komust að því að metanlosun nautgripanna minnkaði mikið, jafnvel þótt magn þarans væri mjög lítið.

Gagnrýni vekur áhyggjur

Hinn 26. nóvember síðastliðinn tilkynnti Arla að fyrirtækið myndi í samvinnu við nokkur stór verslunarfyrirtæki, til dæmis Tesco og Aldi, setja á markaðinn mjólkurvörur frá 30 bændum sem nota Bovaer-blandað fóður. Þessar upplýsingar hafa valdið gagnrýni og margir neytendur hafa látið í sér heyra og hvatt til að fólk sniðgangi vörur frá Arla. Gagnrýnisröddum hefur fjölgað og þær hafa sömuleiðis heyrst í Svíþjóð og Danmörku. Því hefur meðal annars verið haldið fram að Bill Gates standi á bak við fyrirtækið sem framleiðir Bovaer, fólk fái sár og útbrot ef það neytir mjólkurafurða frá bændum sem nota Bovaer og notkunin geti haft áhrif á frjósemi. Arla vísar allri gagnrýni á bug og segir hana órökstudda með öllu. Eins og áður var nefnt er Arla mjög stórt fyrirtæki í mjólkurvinnslu og gagnrýni, rökstudd eða órökstudd, getur hæglega undið upp á sig og slíkt gæti haft miklar afleiðingar. Einn stjórnenda Arla sagði í viðtali að það væri sorglegt ef órökstuddar fullyrðingar og sögusagnir yrðu til að spilla fyrir þeim árangri sem ná mætti í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Þess má í lokin geta að frá og með áramótum verður dönskum bændum gert skylt að nota Bovaer-blandað fóður handa nautgripum sínum eða bæta talsverðri fitu í fóðrið, til að draga úr metanútblæstri nautgripanna.  

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár