Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
Fráfarandi ríkisstjórn Bætist við á langan lista ríkisstjórna sem hafa beðið mikla ósigra víða um heim. Mynd: Golli

Ein skýrasta niðurstaða nýafstaðinna alþingiskosninga var sú að kjósendur höfnuðu ríkisstjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum, sem höfðu setið saman í stjórn í sjö ár.

Þar með bætist Ísland á lista sem nær yfir ansi stóran og fjölbreyttan hóp ríkja þar sem sitjandi valdhöfum hefur verið refsað af kjósendum. Á þessu mikla kosningaári, þar sem rúmur helmingur jarðarbúa hefur gengið til kosninga, hafa ríkisstjórnarflokkar víða um heim beðið ósigur í kosningum.

Hlutfall ríkisstjórna sem fengið hafa dræma kosningu á árinu er óvenju hátt. Fréttamiðlar og sérfræðingar víðs vegar að hafa fyrir vikið velt fyrir sér hvort um alþjóðlega þróun sé að ræða. Hafa sumir sérfræðingar og álitsgjafar fullyrt að slakt gengi valdhafa í kosningum eigi rætur að rekja til þrálátrar verðbólgu og hagsveiflna í kjölfar heimsfaraldurs og átaka sem geisa víða um heim.   

Agnar Freyr Helgason, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla ÍslandsSegir umræðu um alþjóðlegar sveiflur í stjórnmálum ekki …
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár