Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

„Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn“

For­menn Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar og Flokks fólks­ins fund­uðu stíft í all­an dag. Kristrún Frosta­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að sú vinna sem far­in verði í stuðli að áfram­hald­andi lækk­un vaxta og verð­bólgu. Á morg­un fá þær til sín full­trúa úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu til að fara yf­ir rík­is­fjár­mál­in. Heilt yf­ir í við­ræð­um formann­anna þriggja séu sam­eig­in­leg­ir þræð­ir fleiri en ágrein­ings­mál­in.

„Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn“

Þéttum fundardegi lauk síðdegis hjá formönnum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þær Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland funduðu á stað sem ekki var gefinn upp, en fundurinn stóð, með stuttum hléum inn á milli, frá hálf níu í morgun og til um klukkan fjögur. 

„Þetta hefur bara gengið mjög vel. Við förum þétt af stað og erum ánægðar eftir daginn,“ segir Kristrún í samtali við Heimildina. 

Eftir stuttan fund þeirra í þinghúsinu í gær kom fram að þær væru allar sammála um að fækka ráðuneytum. „Það skiptir máli að senda skýr skilaboð um að það þarf að taka víða til og það er full ástæða til þess að passa upp á þetta lag stjórnsýslunnar. Við viljum auðvitað gera það með þeim hætti að það bitni ekki á grunnþjónustu,“ segir hún.

Í dag hafi þær fyrst og fremst tekið fyrir stóru línurnar og unnið eftir málefnalegum flötum. „Það þarf að vinna þetta nánar eftir því sem dagarnir líða og þá getum við fengið fleiri aðila til að koma að þeirri vinnu. Við erum að byrja á stórum málaflokkum eins og heilbrigðismálum og húsnæðismálum, við ræddum til að mynda stöðu eldra fólks og atvinnuppbyggingu og fleira. Við erum að feta okkur gegnum þessar stóru línur og þetta hefur bara gengið mjög vel,“ sgeir Kristrún.

Hefur eitthvað komið upp í viðræðunum sem blasir við að sé sérstakur ágreiningur um? 

„Við fórum þá leið að byrja út frá sameiginlegum flötum og nálgast þessar viðræður með þeim hætti vegna þess að við vitum að það er auðvitað sem skiptir mestu máli, að finna rauðan þráð og sameiginlega taug. En það eru ekki mörg ágreiningsmál sem hafa komið upp, og miklu fleira af sameiginlegum þráðum sem við höfum fundið í þessum viðræðum. Þannig að við erum fyrst og fremst núna að einbeita okkur að því að koma okkur saman um þá málaflokka,“ segir hún. 

Næstu daga stefni þær á að funda þétt og ætla að hittast aftur í fyrramálið í þinghúsinu. Þar munu þær hitta fulltrúa úr stjórnsýslunni, meðal annars fulltrúa frá fjármálaráðuneytinu til að fara yfir stöðuna í ríkisfjármálunum. 

„Við erum allar mjög meðvitaðar um að allt sem verður gert núna á fyrstu mánuðum, og auðvitað náttúrlega út kjörtímabilið, þarf að stuðla að áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu þannig að við viljum fara inn í alla málaflokkana með þennan ramma alveg á hreinu,“ segir Kristrún.

Nú eruð þið auðvitað bara á fyrstu metrum viðræðna en geturðu sagt til um hvort þú teljir raunhæft að þið náið að ljúka þessu þannig að þið náið að mynda ríkisstjórn? 

„Þetta hefur bara gengið mjög vel og auðvitað fer maður ekki út í svona viðræður nema maður ætli sér að klára þær. En við þurfum auðvitað bara að gefa þessu nokkra daga til þess að átta okkur á stöðunni. Við erum allavegana bara frekar bjartsýn á þessum tímapunkti,“ segir hún.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár