Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Aðskilnaðarstefnu hunda og mannfólks verði hætt

Geirs­nef hef­ur gríð­ar­lega mikla þýð­ingu fyr­ir hunda­eig­end­ur sem eitt ör­fárra lausa­göngu­svæða og því ætti ekki að breyta í borg­ar­garð með af­girtu hunda­gerði, segja hunda­eig­end­ur.

Aðskilnaðarstefnu hunda og mannfólks verði hætt
Borgargarður? Borgaryfirvöld vilja búa til það sem þau kalla borgargarð á Geirsnefi. Það svæði hefur hingað til verið notað fyrir lausagöngu hunda. Mynd: Reykjavíkurborg

Hundaeigendur eru afar ósáttir við áformaðar breytingar á Geirsnefi sem myndu þýða að þrengt yrði verulega að því litla svæði innan borgarmarkanna þar sem sleppa má hundum lausum. Íbúasamtök Grafarvogs taka undir þessar áhyggjur. Reykjavíkurborg bendir hins vegar á, í skipulagslýsingu að svæðinu sem er nú auglýst, að með þéttingu íbúabyggðar í Vogabyggð og við Ártúnshöfða verði Geirsnef sífellt mikilvægara útivistarsvæði fyrir íbúa. Leggja borgaryfirvöld því til að Geirsnef verði gert að borgargarði, útivistarsvæði með náttúrulegu yfirbragði. Hundaeigandi bendir hins vegar á: „Best væri að fá borgargarð á Geirsnefi þar sem lausaganga hunda væri leyfð. Hætta þessari aðskilnaðarstefnu hunda og mannfólks.“

„Fíllinn í stofunni er að enginn mun nota borgargarð á þessum stað“
Félag ábyrgra hundaeigenda

Félag ábyrgra hundaeigenda segist í umsögn sinni við skipulagslýsinguna sjá ýmislegt athugavert við hugmyndir borgarinnar að nýju deiliskipulagi fyrir Geirsnef. Bent er á að oft sé ekki hlustað á hundaeigendur en að vonast sé eftir að það verði nú gert. „Geirsnef hefur verið griðastaður fyrir hundaeigendur síðustu áratugina þar sem við höfum getað leyft hundunum okkar að hlaupa lausum,“ segir í umsögninni. Önnur lausagöngusvæði eins og Geldinganes og Hólmsheiði séu framtíðar byggingarland og þegar þau detti út í náinni framtíð þá verði engin aðgengileg lausagöngusvæði eftir innan borgarmarkanna. „Geirsnef hefur því gríðarlega mikla þýðingu fyrir hundaeigendur í borginni.“

Í skipulagslýsingunni er ekki fjallað sérstaklega um aðgengi hunda en Félag ábyrgra hundaeigenda hefur rýnt í teikningarnar og segja að svo virðist sem fjarlægja eigi lausagöngusvæðið og setja í staðinn afgirt hundagerði. Slík gerði megi þegar finna á nokkrum stöðum í borginni en þau komi engan veginn í staðinn fyrir lausagöngusvæði.

„Fíllinn í stofunni er að enginn mun nota borgargarð á þessum stað,“ segir í umsögn félagsins. „Það hefur enginn kallað eftir honum og nálægðin við ósnortna náttúru Elliðaárdalsins gerir það að verkum að allt fólk sem hefur áhuga á að eyða tíma utandyra mun sækja þangað.“

Íbúasamtök Grafarvogs minna í sinni umsögn á að Geirsnef sé landfylling gerð úr gömlum öskuhaugum. Svæðið hafi verið nýtt af hundaeigendum lengi, þeim til mikillar ánægju og heilsubótar. Vilja samtökin að aðgengi að lausagöngusvæði hunda á Geirsnefi verði tryggt er Borgarlínan komi þar um. 

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er vel "hannað" hundagerði af náttúrunnar hendi. og alveg nauðsynlegt að hundaeigendur hafi einhvern stað þar sem þeir geta haft hunda lausa að leika sér. Dalurinn hjá Keldum er dásamlegur útivistarstaður með gömlum trjálundum og þarf að varðveita miðjuna í honum til framtíðarútivista
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Algjörlega glötuð hugmynd. Reynslan sýnir að hundaeigendum er ekki treystandi til að fara eftir reglum. Ganga með hundana lausa og beisli í hendinni til málamynda. Því meiri aðskilnaður milli hunda og íbúa því betra.
    1
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Hundagerði og útivistarsvæði þar sem lausaganga hunda er leyfð eru tveir mjög ólíkir staðir. Hið fyrra er staður þar sem hundar geta örnað sér en hið síðara svæði þar sem hundaeigendur geta stundað útivist með hundunum sínum ótjóðruðum. Það mælir ekkert á móti því að aðrir en hundaeigendur noti svæðin líka.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár