Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði stefnt að því að fækka ráðuneytum eftir að fyrsta fundi lauk með valkyrjunum svokölluðu, Þorgerði Katrínu, formanni Viðreisnar, Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins og Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar.
Þær sátu á fundi í Alþingishúsinu í tæpa klukkustund og sögðu eftir fundinn að farið hefði verið vítt og breytt yfir málefnin og niðurstaðan hafi verið sú að viðræður hefjast á morgun.
Allar eru þær bjartsýnar á það sem framundan er og Inga Sæland sagði valyrkjurnar komnar til þess að sjá og sigra.
„Þetta verður valkyrjustjórnin,“ sagði hún léttum rómi.
Athugasemdir