Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Stjórnarmyndunarviðræður hafnar

Fund­ur for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með for­mönn­um Við­reisn­ar og Flokks fólks­ins hófst á Al­þingi klukk­an þrjú. For­seti Ís­lands fól í morg­un Kristrúnu Frosta­dótt­ur um­boð til stjórn­ar­mynd­un­ar.

Stjórnarmyndunarviðræður hafnar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland hittust í fundarsal forsætisnefndar Alþingis. Mynd: Golli

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hlaut stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð á Bessa­stöð­um í morg­un. Hún sagðist þá ætla að við­ræð­ur við Við­reisn og Flokk fólks­ins strax síð­ar í dag. 

Kristrún boðaði þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, á fund sinn í dag vegna viðræðnanna og hófst hann klukkan þrjú í fundarherbergi forsætisnefndar Alþingis. Þær gáfu ekki kost á viðtali áður en fundurinn hófst en munu ræða við blaðamenn að honum loknum. 

„Kristrún hefur tjáð mér að hún hafi nú þegar átt samtöl við formenn annarra flokka sem einnig hafa upplýst mig um að þeir séu reiðubúnir til formlegra viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar með Samfylkingunni,“ sagði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, við blaðamenn eftir fund sem hún átti með Kristrúnu á Bessastöðum í morgun þar sem hún fól henni stjórnarmyndunarumboðið.

Kristrún ræddi við blaðamenn á eftir forsetanum og sagði að hennar mati og flestra annarra væru þrír flokkar sem hefðu náð hvað mestum árangri í kosningunum. „Það er Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins. Ég ætla núna í kjölfar þessa fundar að setja mig í samband við formann Viðreisnar og formann Flokks fólksins og boða þær á fund og í samtal núna, strax eftir hádegi til að ræða næstu skref. Ég held að það sé brýnt að við förum strax af stað í þessa vinnu.“

Kristrún bætti við að hún teldi lykilatriði hjá næstu ríkisstjórn að halda efnahagsmálunum í festu. Tryggja þyrfti áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. „Við þurfum að fara strax af stað og skapa festu.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Þó maður sé ekki sammála þessum ágætu konum í öllu þá vona ég að þær nái saman um myndun ríkisstjórnar. Það er von mín að þær vegi hver aðra upp og þannig myndi jafnvægi í ákvarðanatöku en þó án þeirrar ofur íhaldsemi sem hefur plagað íslensk stjórnmál allt of lengi. Þeir stjórnmálaflokkar sem voru í síðustu stjórn eru allt ofur íhaldsflokkar í raun þó tveir þeirra þykist vera framsæknir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár