Halla nýr formaður VR

Halla Gunn­ars­dótt­ir tók við sem formað­ur VR af Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni, sem var kjör­inn á þing um helg­ina.

Halla nýr formaður VR
Halla Gunnarsdóttir formaður VR

Halla Gunnarsdóttir er orðin formaður VR. Hún er varaformaður félagsins en Ragnar Þór Ingólfsson hefur látið af formennsku. Hann náði inn á þing með Flokki fólksins sem á nú í meirihlutaviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna.

Ragnar Þór varð formaður VR árið 2017 og hefur einbeitt sér að réttindum launþega og lífeyrismálum síðan eftir hrun. Hann var fyrst kosinn í stjórn VR árið 2009. 

Halla mun gegna formennsku fram að næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður í mars á næsta ári. 

Ragnar Þór hefur leitt VR í gegnum þrenna kjarasamninga og ýmsar mikilvægar breytingar á þjónustu og starfsemi félagsins. Þar á meðal má nefna stofnun Blævar – íbúðafélags sem mun afhenda sínar fyrstu íbúðir í upphafi nýs árs.

Í tilkynningu á vef VR þakkar Ragnar Þór sínum gömlu félögum fyrir samstarfið.

„Ég kveð VR með bæði stolti og söknuði. Ég hef starfað með einstökum hópi bæði kjörinna fulltrúa og starfsfólks. Skrifstofa VR er afar öflug og sem formaður hef ég notið góðs af þeirri fagmennsku sem einkennir öll hennar störf. Ég ber fullt traust til sitjandi stjórnar félagsins og nýs formanns og óska þeim velfarnaðar í sínum störfum,“ sagði Ragnar Þór.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár