Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Brosir meira á Íslandi

„Slav­neskt fólk bros­ir ekki,“ seg­ir Io­anna Paniu­kova, sem hef­ur bú­ið á Ís­landi síð­asta eina og hálfa ár­ið. Ör­lög­in leiddu hana til Ís­lands frá stríðs­hrjáðu heima­land­inu, Úkraínu.

Brosir meira á Íslandi
Bros Ioanna Paniukova segir slavneskt fólk ekki brosa, ólíkt fólkinu á Íslandi. Viðhorf hennar til lífsins breyttist þegar hún flúði stríðið í Úkraínu og flutti til Íslands. „Ég brosi miklu meira á Íslandi. Lífið er fallegt.“ Mynd: Golli

Ég er frá Úkraínu og hef búið á Íslandi í eitt og hálft ár. Þetta er fyrsta starfið mitt á Íslandi, hér á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum. Ég kann vel við mig hérna, hér get ég kynnst íslenskri menningu og fólkinu, ég reyni að tala og skilja íslensku og fólkið og hugarfar þess. Þetta er alveg nýtt fyrir mér. Þetta er áskorun að tala tungumálið en fólkið hér hjálpar mér. Ég átti íslenskan kærasta en við erum nýhætt saman. Svona er lífið bara.   

Stríðið hefur haft stressandi áhrif. Fjölskyldan mín er enn þá í Kiev, þau geta ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara frá þeim, ég gat ekki hugsað mér að fara ef þau myndu svo deyja. En örlögin leiddu mig hingað. Vinkona mín sem býr hér bauð mér í heimsókn og ég kom hingað í frí. Þremur dögum eftir að ég kom aftur heim til Úkraínu bókaði ég mér flug, aðra leiðina, til Íslands. Og hér er ég. 

„Ég gat ekki hugsað mér að fara ef þau myndu svo deyja. En örlögin leiddu mig hingað.“

Mér líður vel á Íslandi. Það skiptir máli að vera hluti af samfélaginu og ég er að reyna það. Ég vil ekki vera fórnarlamb og að fólk líti fyrst og fremst á mig sem flóttamann. Ég er mennsk, ég er manneskja sem er að byrja nýtt líf. Ég segi alltaf að einn daginn muni ég yfirgefa þessa eyju lengst úti í hafi en nú er ég ekki viss. Kannski verð ég bara hér? 

Fólkið hér er svo brosmilt, slavneskt fólk brosir ekki. Viðhorf mitt til lífsins breyttist þegar ég flutti til Íslands, ég er jákvæðari manneskja. Ég brosi miklu meira á Íslandi. Lífið er fallegt.“

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár