Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Brosir meira á Íslandi

„Slav­neskt fólk bros­ir ekki,“ seg­ir Io­anna Paniu­kova, sem hef­ur bú­ið á Ís­landi síð­asta eina og hálfa ár­ið. Ör­lög­in leiddu hana til Ís­lands frá stríðs­hrjáðu heima­land­inu, Úkraínu.

Brosir meira á Íslandi
Bros Ioanna Paniukova segir slavneskt fólk ekki brosa, ólíkt fólkinu á Íslandi. Viðhorf hennar til lífsins breyttist þegar hún flúði stríðið í Úkraínu og flutti til Íslands. „Ég brosi miklu meira á Íslandi. Lífið er fallegt.“ Mynd: Golli

Ég er frá Úkraínu og hef búið á Íslandi í eitt og hálft ár. Þetta er fyrsta starfið mitt á Íslandi, hér á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum. Ég kann vel við mig hérna, hér get ég kynnst íslenskri menningu og fólkinu, ég reyni að tala og skilja íslensku og fólkið og hugarfar þess. Þetta er alveg nýtt fyrir mér. Þetta er áskorun að tala tungumálið en fólkið hér hjálpar mér. Ég átti íslenskan kærasta en við erum nýhætt saman. Svona er lífið bara.   

Stríðið hefur haft stressandi áhrif. Fjölskyldan mín er enn þá í Kiev, þau geta ekki farið neitt. Ég vildi ekki fara frá þeim, ég gat ekki hugsað mér að fara ef þau myndu svo deyja. En örlögin leiddu mig hingað. Vinkona mín sem býr hér bauð mér í heimsókn og ég kom hingað í frí. Þremur dögum eftir að ég kom aftur heim til Úkraínu bókaði ég mér flug, aðra leiðina, til Íslands. Og hér er ég. 

„Ég gat ekki hugsað mér að fara ef þau myndu svo deyja. En örlögin leiddu mig hingað.“

Mér líður vel á Íslandi. Það skiptir máli að vera hluti af samfélaginu og ég er að reyna það. Ég vil ekki vera fórnarlamb og að fólk líti fyrst og fremst á mig sem flóttamann. Ég er mennsk, ég er manneskja sem er að byrja nýtt líf. Ég segi alltaf að einn daginn muni ég yfirgefa þessa eyju lengst úti í hafi en nú er ég ekki viss. Kannski verð ég bara hér? 

Fólkið hér er svo brosmilt, slavneskt fólk brosir ekki. Viðhorf mitt til lífsins breyttist þegar ég flutti til Íslands, ég er jákvæðari manneskja. Ég brosi miklu meira á Íslandi. Lífið er fallegt.“

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár