Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Halla boðar Kristrúnu aftur á Bessastaði

For­seti Ís­lands hef­ur boð­að formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á fund sinn klukk­an 10 í dag. Telja má lík­legt að Halla Tóm­as­dótt­ir veiti Kristrúnu Frosta­dótt­ur þar stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð.

Halla boðar Kristrúnu aftur á Bessastaði
Kristrún var fyrsti formaðurinn sem fór á fund Höllu í gær, en Samfylkingin er stærsti flokkurinn eftir kosningar. Mynd: Golli

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur boðað Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar til fundar við sig á Bessastöðum í dag, þriðjudaginn 3. desember, kl. 10:00.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Í gær fundaði Halla með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lögðu það bæði til við forsetann að Kristrún fengi umboð til stjórnarmyndunar. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á alþingi, með 15 þingmenn og 20,8 prósent atkvæða.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mælti einnig með því að Kristrún fengi umboðið en hún sagði að samband þeirra tveggja væri mjög gott. „Við ætl­um að reyna von­andi að mynda sterka og sam­henta rík­is­stjórn,“ sagði Þorgerður Katrín eftir fund sinn með forsetanum í gær. 

Með hliðsjón af þessum ummælum Þorgerðar Katrínar mætti leiða að því líkur að fyrst verði reynt að mynda ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. En Kristrún hefur áður svo gott sem útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem annars gætu komið í stað Flokks fólksins í mögulegri ríkisstjórnarmyndun.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við fjölmiðla á Bessastöðum að hann væri ekki á leiðinni í ríkisstjórn. Ákallið væri um stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, spáði í spilin um mögulegar meirihlutastjórnir á Facebook í gær. Þar sagði hann að mjög ólíklegt sé að Samfylkingin eða Viðreisn muni vilja starfa með Miðflokknum.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár