Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Reykvíkingar færa Samfylkingunni forystuna

„Þjóð­in er bú­in að sýna það að hún vill sjá breyt­ing­ar,“ sagði Kristrún Frosta­dótt­ir, en fyrstu töl­ur í Reykja­vík færa flokkn­um for­ystu á landsvísu. Ráð­herr­ar í frá­far­andi rík­is­stjórn detta af þingi.

Reykvíkingar færa Samfylkingunni forystuna

„Þjóðin er búin að sýna það að hún vill sjá breytingar,“ sagði Kristrún Frostadóttir fyrr í kvöld en eftir fyrstu tölur frá Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fær Samfylkingin lang mesta fylgið þar, nær forystu á landsvísu og bætir við sig tíu nýjum þingmönnum.

Nú þegar búið er að lesa fyrstu tölur í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður er ljóst að staða Vinstri grænna er ansi slæm. Flokkurinn sem fékk fjóra þingmenn í þessum kjördæmum árið 2021 missir þá alla, en þeirra á meðal eru formaðurinn Svandís Svavarsdóttir og þingflokksformaðurinn Orri Páll Jóhannsson. Sama staða er uppi á landsvísu. Nú þegar búið er að telja 68.174 atkvæði á landsvísu hefur flokkurinn, sem setið hefur í ríkisstjórn frá árinu 2017, ekki enn náð einu sæti á þingi. 

Annar ráðherra er á leið út af þingi samkvæmt þessum fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmunum, Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra, því Framsóknarflokkurinn missir sinn mann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Lilja Alfreðsdóttir kemur hins vegar inn sem uppbótarþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á landsvísu fellur Framsóknarflokkurinn úr því að vera með þrettán þingmenn í fimm, eins og staðan er núna. Formaðurinn, Sigurður Ingi Jóhannsson, fellur af þingi, eins og staðan er núna. 

Viðreisn bætir við sig þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum er og er samtals með fjóra þingmenn. Ef fram fer sem horfir verður Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar á næsta kjörtímabili, ásamt þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur og Pawel Bartoszek. 

Fleiri tíðinda er að finna í þessum tölum. Samkvæmt þeim nær Miðflokkurinn inn manni í Reykjavík norður, sem þýðir að Sigríður Á. Andersen er á leið aftur á þing. Í Reykjavík suður heldur flokkurinn áfram einu sæti, en þar er Snorri Másson oddviti.  

Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þingmannafjölda, þar sem hann missir þingmann í Reykjavíkurkjördæmi suður en bætir einum við í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samtals eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fimm talsins. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður, Guðlaugur Þór Þórðarson og Diljá Mist Einarsdóttir inn sem kjördæmakjörnir þingmenn. Brynjar Níelsson kemur hins vegar inn sem uppbótarþingmaður. 

Það á einnig við um Dagbjörtu Hákonardóttur í Samfylkingunni. Samkvæmt fyrstu tölum í Reykjavík bætir Samfylkingin við sig tveimur þingmönnum í báðum kjördæmunum, og fer frá þremur í sjö þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum báðum.  

Kjördæmakjörnir þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík norður eru formaðurinn Kristrún Frostadóttir, Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, sem hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka sæti á Alþingi nái hann kjöri. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, en auk hans ná sæti Ragna Sigurðardóttir læknir og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.

Flokkur fólksins heldur sinni stöðu í Reykjavík með einn mann í sitthvoru kjördæminu, þau Ingu Sæland og og Ragnar Þór Ingólfsson. 

Píratar virðast hins vegar vera á leið út af þingi. Þeir ná ekki manni inn í Reykjavíkurkjördæmunum, frekar en annars staðar. Sósíalistaflokkurinn hafa heldur ekki haft erindi sem erfiði, með 3,8 prósenta fylgi á landsvísu.

Hér má fylgjast með þróun atkvæða í nótt

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár