Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Reykvíkingar færa Samfylkingunni forystuna

„Þjóð­in er bú­in að sýna það að hún vill sjá breyt­ing­ar,“ sagði Kristrún Frosta­dótt­ir, en fyrstu töl­ur í Reykja­vík færa flokkn­um for­ystu á landsvísu. Ráð­herr­ar í frá­far­andi rík­is­stjórn detta af þingi.

Reykvíkingar færa Samfylkingunni forystuna

„Þjóðin er búin að sýna það að hún vill sjá breytingar,“ sagði Kristrún Frostadóttir fyrr í kvöld en eftir fyrstu tölur frá Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fær Samfylkingin lang mesta fylgið þar, nær forystu á landsvísu og bætir við sig tíu nýjum þingmönnum.

Nú þegar búið er að lesa fyrstu tölur í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður er ljóst að staða Vinstri grænna er ansi slæm. Flokkurinn sem fékk fjóra þingmenn í þessum kjördæmum árið 2021 missir þá alla, en þeirra á meðal eru formaðurinn Svandís Svavarsdóttir og þingflokksformaðurinn Orri Páll Jóhannsson. Sama staða er uppi á landsvísu. Nú þegar búið er að telja 68.174 atkvæði á landsvísu hefur flokkurinn, sem setið hefur í ríkisstjórn frá árinu 2017, ekki enn náð einu sæti á þingi. 

Annar ráðherra er á leið út af þingi samkvæmt þessum fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmunum, Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra, því Framsóknarflokkurinn missir sinn mann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Lilja Alfreðsdóttir kemur hins vegar inn sem uppbótarþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á landsvísu fellur Framsóknarflokkurinn úr því að vera með þrettán þingmenn í fimm, eins og staðan er núna. Formaðurinn, Sigurður Ingi Jóhannsson, fellur af þingi, eins og staðan er núna. 

Viðreisn bætir við sig þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum er og er samtals með fjóra þingmenn. Ef fram fer sem horfir verður Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar á næsta kjörtímabili, ásamt þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, Hönnu Katrínu Friðriksdóttur og Pawel Bartoszek. 

Fleiri tíðinda er að finna í þessum tölum. Samkvæmt þeim nær Miðflokkurinn inn manni í Reykjavík norður, sem þýðir að Sigríður Á. Andersen er á leið aftur á þing. Í Reykjavík suður heldur flokkurinn áfram einu sæti, en þar er Snorri Másson oddviti.  

Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þingmannafjölda, þar sem hann missir þingmann í Reykjavíkurkjördæmi suður en bætir einum við í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samtals eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fimm talsins. Það eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður, Guðlaugur Þór Þórðarson og Diljá Mist Einarsdóttir inn sem kjördæmakjörnir þingmenn. Brynjar Níelsson kemur hins vegar inn sem uppbótarþingmaður. 

Það á einnig við um Dagbjörtu Hákonardóttur í Samfylkingunni. Samkvæmt fyrstu tölum í Reykjavík bætir Samfylkingin við sig tveimur þingmönnum í báðum kjördæmunum, og fer frá þremur í sjö þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum báðum.  

Kjördæmakjörnir þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík norður eru formaðurinn Kristrún Frostadóttir, Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, sem hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka sæti á Alþingi nái hann kjöri. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, en auk hans ná sæti Ragna Sigurðardóttir læknir og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.

Flokkur fólksins heldur sinni stöðu í Reykjavík með einn mann í sitthvoru kjördæminu, þau Ingu Sæland og og Ragnar Þór Ingólfsson. 

Píratar virðast hins vegar vera á leið út af þingi. Þeir ná ekki manni inn í Reykjavíkurkjördæmunum, frekar en annars staðar. Sósíalistaflokkurinn hafa heldur ekki haft erindi sem erfiði, með 3,8 prósenta fylgi á landsvísu.

Hér má fylgjast með þróun atkvæða í nótt

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár