Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Staða Bjarna sterk í Suðvesturkjördæmi

Góð kjör­sókn var í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og sam­kvæmt fyrstu töl­um það­an bæt­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn við sig þing­manni.

Staða Bjarna sterk í Suðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í Suðvesturkjördæmi, þar sem Bjarni Benediktsson leiðir lista. Í kjördæmi hans flykktist fólk á kjörstað í dag, en kjörsókn var mun meiri í ár en þegar gengið var til kosninga árið 2021, eða um 62 prósent klukkan átta í kvöld.

Það skilaði sér í því að í Suðvesturkjördæmi bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig þingmanni og nær 28,6 prósenta fylgi í kjördæminu samkvæmt fyrstu tölum þaðan. 

Staða Sjálfstæðisflokksins hefur lengi verið sterk í kjördæminu, ekki síst í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn til að mynda flest atkvæða þar, eða 30,2 prósent, og fjóra þingmenn af þrettán.

Þau Bjarni, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason tóku þá sæti á þingi, en talsverðar breytingar urðu á efstu sætum á listanum nú í haust.

Athygli vakti þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gaf kost á sér í annað sætið í kjördæminu og skoraði þar með Jón Gunnarsson á hólm. Hún skipar annað sætið, Bryndís það þriðja og Rósa Guðbjartsdóttir er í fjórða sæti á listanum. Í fimmta sæti situr hins vegar Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 

Á eftir Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi kemur Samfylkingin, með 22,2 prósenta fylgi. Því næst kemur Viðreisn með 14,3 prósenta fylgi. 

Þetta er staðan eftir fyrstu tölur. Enn á eftir að koma í ljós hver endanleg niðurstaða verður. 

Á landsvísu leiðir Sjálfstæðisflokkurinn með 22,9 prósenta fylgi, en fast á eftir fylgir Samfylkingin með 21,6 prósenta fylgi, nú þegar 20.640 atkvæði hafa verið talin. 

Hér má fylgjast með þróun atkvæða á vef Heimildarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár