Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Staða Bjarna sterk í Suðvesturkjördæmi

Góð kjör­sókn var í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og sam­kvæmt fyrstu töl­um það­an bæt­ir Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn við sig þing­manni.

Staða Bjarna sterk í Suðvesturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í Suðvesturkjördæmi, þar sem Bjarni Benediktsson leiðir lista. Í kjördæmi hans flykktist fólk á kjörstað í dag, en kjörsókn var mun meiri í ár en þegar gengið var til kosninga árið 2021, eða um 62 prósent klukkan átta í kvöld.

Það skilaði sér í því að í Suðvesturkjördæmi bætir Sjálfstæðisflokkurinn við sig þingmanni og nær 28,6 prósenta fylgi í kjördæminu samkvæmt fyrstu tölum þaðan. 

Staða Sjálfstæðisflokksins hefur lengi verið sterk í kjördæminu, ekki síst í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn til að mynda flest atkvæða þar, eða 30,2 prósent, og fjóra þingmenn af þrettán.

Þau Bjarni, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason tóku þá sæti á þingi, en talsverðar breytingar urðu á efstu sætum á listanum nú í haust.

Athygli vakti þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gaf kost á sér í annað sætið í kjördæminu og skoraði þar með Jón Gunnarsson á hólm. Hún skipar annað sætið, Bryndís það þriðja og Rósa Guðbjartsdóttir er í fjórða sæti á listanum. Í fimmta sæti situr hins vegar Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra. 

Á eftir Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi kemur Samfylkingin, með 22,2 prósenta fylgi. Því næst kemur Viðreisn með 14,3 prósenta fylgi. 

Þetta er staðan eftir fyrstu tölur. Enn á eftir að koma í ljós hver endanleg niðurstaða verður. 

Á landsvísu leiðir Sjálfstæðisflokkurinn með 22,9 prósenta fylgi, en fast á eftir fylgir Samfylkingin með 21,6 prósenta fylgi, nú þegar 20.640 atkvæði hafa verið talin. 

Hér má fylgjast með þróun atkvæða á vef Heimildarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár