Ég er að fara að deyja í þessari fæðingu,“ hugsaði Sigrún Lilja Guðjónsdóttir þar sem hún lá á Landspítala og horfði upp í blóðugt loftið. Allt í kringum hana var heilbrigðisstarfsfólk. Hennar stærsti ótti hafði raungerst á klukkustundunum áður. Að ekki væri hlustað á áköll hennar um hjálp og að barnið hennar yrði tekið með sogklukku.
Sigrún er viðmælandi í öðrum þætti af nýrri hlaðvarpsseríu Heimildarinnar – Móðursýkiskastinu. Fyrstu tveir þættirnir birtast um helgina.
Sigrún á neikvæða fæðingarreynslu að baki. Ein af hverjum þremur konum hérlendis telur að fæðingin hafi verið erfið en ein af hverjum tuttugu greinir frá neikvæðri reynslu. Sumar þessara kvenna telja að heilbrigðiskerfinu og verkferlum hafi verið um að kenna. Sigrún er ein af þeim konum.
Hún beið til fertugs með að eignast barn. Ástæðan var meðal annars fæðingar- og meðgöngukvíði. Hún hafði lagt mikið á sig til þess að draga úr honum, meðal …
Athugasemdir (1)