Flokkur fólksins tekur stökk og Framsókn nær vopnum sínum aftur

Ný Maskínu­könn­un sýn­ir að Flokk­ur flokks­ins er stutt frá því að ná Mið­flokkn­um í fylgi. Turn­arn­ir tveir, Við­reisn og Sam­fylk­ing­in halda sínu fylgi.

Flokkur fólksins tekur stökk og Framsókn nær vopnum sínum aftur
Inga Sæland og flokkur fólksins taka öflugt stökk upp á við í könnun Maskínu Mynd: Golli

Framsókn nær vopnum sínum aftur í nýrri könnun Maskínu og Flokkur fólksins bætir umtalsvert við sig og fer upp í 10,8 prósent og er ekki marktækur munur á flokknum og Miðflokki. Framsókn fær 7,8 prósent en mældist síðast í 5,9 prósentum.

Samfylkingin og Viðreisn halda yfirburðastöðu sinni í könnunum Maskínu. Samfylkingin dalar lítillega á milli kosninga og er með 20,4 prósent en var í um 22 prósentum. Viðreisn fær 19,2 prósent en fór upp í um 20 prósent í síðustu Maskínukönnun. Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað í fylgi og mælist með 14,5 prósent en var með 14,6 prósent.

Miðflokkurinn heldur áfram að síga og mælist nú með 11,6 prósent en var með 12,6 prósent í síðustu könnun Maskínu. Hann hefur sigið um þrjú prósentustig í nóvember.

Píratar og Sósíalistar eru í og við fimm prósentu markið. Píratar eru litlu hærri eða með 5,4 prósent en Sósíalistar með slétt fimm prósent. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Loksins að maður fær að sjá niðurstöðu úr þessari könnun, yfileitt er þessu klesst á mann óbeðinn sí og æ, er það af því Flokkur fólksins er að vinna á ? á að þagga það niður "fram yfir kosningar"?
    -1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Er einhver Verkalýðshreyfing hér. bara spyr?
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    ef þetta yrði niðurstaðan myndu vinstri flokkar nánast þurrkast út af þingi. Maður spyr sig hverskonar samtök verkalýðshreyfingin er orðin.

    Þessa stöðu má þakka Steingrími Sigfússyni alveg sérstaklega
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár