Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Froskurinn krufinn: Hneyksli og áföll í kosningabaráttunni

Þó nokk­ur hneyksli hafa hrist upp í kosn­inga­bar­áttu stjórn­mála­flokk­anna. Flest tengj­ast Sam­fylk­ing­unni, og svo virð­ist sem fæst þeirra hafi nokk­ur áhrif á gengi flokk­anna sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um.

Froskurinn krufinn: Hneyksli og áföll í kosningabaráttunni
Það hefur gengið á ýmsu í kosningabaráttunni. Og svo virðist sem hneykslin hafi takmörkuð, ef nokkur, áhrif á gengi flokkana að svo komnu.

Þau hafa orðið nokkur áföllin í kosningabaráttu flokkanna, flest sem hafa bitnað á Samfylkingunni. Hæst reis hneyksli Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi næði hann kjöri eftir að gömul bloggskrif voru grafin upp úr undirdjúpum veraldarvefsins. Þá fór myndband af syni Jóns Gunnarssonar í umferð þar sem sonurinn sagði föður sinn ætla að heimila hvalveiðar á ný. Svo virðist sem hann hafi verið blekktur af njósnara í gervi svissnesks auðmanns.

Undarleg skilaboð birtust svo óvænt í íbúahópi á Facebook þar sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti forvitinn kjósanda til þess að strika Dag B. Eggertsson út af lista og bætti um betur og lýsti yfir óánægju með veru hans á listanum og klykkti út að hann væri lítið annað en aukaleikari í stóra planinu.

Dagur virðist hafa tekið Kristrúnu á orðinu og hvatti síðar alla Sjálfstæðismenn til þess að strika sig út af lista einnig. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins saup hveljur og Morgunblaðið veltir fyrir sér í frétt sem birtist í dag hvort grínið geti hreinlega verið lögbrot.

Þá eru óátalin furðumál eins og þegar Miðflokksmenn voru sakaðir um að haga sér eins og villingar í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) og var vísað á dyr. Eða hvað?

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Því fer fjarri að hér sé farið rétt með í mikilvægum atriðum.

    Kristrún fékk tölvupóst frá kjósanda sem sagðist hafa ætlað að kjósa Samfylkinguna en hætt við þegar í ljós kom að Dagur var á lista. Kristrún benti honum þá að þann möguleika að strika Dag út augljóslega í tilraun til koma í veg fyrir að hann hætti við að kjósa flokkinn. Einnig benti hún honum á að Dagur væri ekki ráðherraefni. Hefur hún eflaust haft í huga að oddvitar ættu meira tilkall til ráðherrastóla.

    Ég sé satt að segja ekkert athugavert við þennan gang mála sérstaklega í ljósi þess að hér var um einkaskilaboð að ræða sem Kristrún hefur ekki reiknað með að kæmu fyrir almenningssjónir.

    Hins vegar hef ég enga trú á að viðkomandi hafi nokkurn tímann ætlað að kjósa Samfylkinguna. Allavega er það skrítið að hættta stuðningi við flokk út af einum frambjóðanda sem er ekki oddviti neins kjördæmis sérstaklega þegar um er að ræða borgarfulltrúa sem í mörg ár var valinn vinsælasti borgarfulltrúinn og nú nýlega sá næstvinsælasti.

    Ég held að þetta sé liður í ofsóknum skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins á hendur Degi. Þeir kenna Degi um að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum í borginni í mörg ár. Áður töldu þeir sig vera sjálfkjörna með meirihluta þar um ókomna framtíð. Sennilega stafa ofsóknirnar af hræðslu við að Dagur eigi eftir að hafa sömu áhrif í landsmálunum og hjá borginni og að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sér því ekki viðreisnar von.

    Umfjöllunin um 17-20 ára skrif Þórðar Snæs án þess að geta glæsilegs ferils hans eftir það var heldur ekki trúveðug. Almenningur virðist alls ekki hafa litið á þessi mál sem hneyksli enda er ekki að sjá i skoðanakönnunum að þau hafi haft nein áhrif á fylgið nema síður sé.
    4
  • Steinunn Friðriksdóttir skrifaði
    Vinstri grænir ráða ríkjum á Heimildinni
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Stend með þórði Snæ. Greinar hans í Heimildinni voru einstaklega góðar og
    vellesandi.
    5
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Þú virðist nýsloppinn úr skítkastbúðum
    Sjálfstæðisflokksins 🙃😉
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár