Froskurinn krufinn: Hneyksli og áföll í kosningabaráttunni

Þó nokk­ur hneyksli hafa hrist upp í kosn­inga­bar­áttu stjórn­mála­flokk­anna. Flest tengj­ast Sam­fylk­ing­unni, og svo virð­ist sem fæst þeirra hafi nokk­ur áhrif á gengi flokk­anna sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um.

Froskurinn krufinn: Hneyksli og áföll í kosningabaráttunni
Það hefur gengið á ýmsu í kosningabaráttunni. Og svo virðist sem hneykslin hafi takmörkuð, ef nokkur, áhrif á gengi flokkana að svo komnu.

Þau hafa orðið nokkur áföllin í kosningabaráttu flokkanna, flest sem hafa bitnað á Samfylkingunni. Hæst reis hneyksli Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi næði hann kjöri eftir að gömul bloggskrif voru grafin upp úr undirdjúpum veraldarvefsins. Þá fór myndband af syni Jóns Gunnarssonar í umferð þar sem sonurinn sagði föður sinn ætla að heimila hvalveiðar á ný. Svo virðist sem hann hafi verið blekktur af njósnara í gervi svissnesks auðmanns.

Undarleg skilaboð birtust svo óvænt í íbúahópi á Facebook þar sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti forvitinn kjósanda til þess að strika Dag B. Eggertsson út af lista og bætti um betur og lýsti yfir óánægju með veru hans á listanum og klykkti út að hann væri lítið annað en aukaleikari í stóra planinu.

Dagur virðist hafa tekið Kristrúnu á orðinu og hvatti síðar alla Sjálfstæðismenn til þess að strika sig út af lista einnig. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins saup hveljur og Morgunblaðið veltir fyrir sér í frétt sem birtist í dag hvort grínið geti hreinlega verið lögbrot.

Þá eru óátalin furðumál eins og þegar Miðflokksmenn voru sakaðir um að haga sér eins og villingar í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) og var vísað á dyr. Eða hvað?

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Því fer fjarri að hér sé farið rétt með í mikilvægum atriðum.

    Kristrún fékk tölvupóst frá kjósanda sem sagðist hafa ætlað að kjósa Samfylkinguna en hætt við þegar í ljós kom að Dagur var á lista. Kristrún benti honum þá að þann möguleika að strika Dag út augljóslega í tilraun til koma í veg fyrir að hann hætti við að kjósa flokkinn. Einnig benti hún honum á að Dagur væri ekki ráðherraefni. Hefur hún eflaust haft í huga að oddvitar ættu meira tilkall til ráðherrastóla.

    Ég sé satt að segja ekkert athugavert við þennan gang mála sérstaklega í ljósi þess að hér var um einkaskilaboð að ræða sem Kristrún hefur ekki reiknað með að kæmu fyrir almenningssjónir.

    Hins vegar hef ég enga trú á að viðkomandi hafi nokkurn tímann ætlað að kjósa Samfylkinguna. Allavega er það skrítið að hættta stuðningi við flokk út af einum frambjóðanda sem er ekki oddviti neins kjördæmis sérstaklega þegar um er að ræða borgarfulltrúa sem í mörg ár var valinn vinsælasti borgarfulltrúinn og nú nýlega sá næstvinsælasti.

    Ég held að þetta sé liður í ofsóknum skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins á hendur Degi. Þeir kenna Degi um að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum í borginni í mörg ár. Áður töldu þeir sig vera sjálfkjörna með meirihluta þar um ókomna framtíð. Sennilega stafa ofsóknirnar af hræðslu við að Dagur eigi eftir að hafa sömu áhrif í landsmálunum og hjá borginni og að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sér því ekki viðreisnar von.

    Umfjöllunin um 17-20 ára skrif Þórðar Snæs án þess að geta glæsilegs ferils hans eftir það var heldur ekki trúveðug. Almenningur virðist alls ekki hafa litið á þessi mál sem hneyksli enda er ekki að sjá i skoðanakönnunum að þau hafi haft nein áhrif á fylgið nema síður sé.
    4
  • Steinunn Friðriksdóttir skrifaði
    Vinstri grænir ráða ríkjum á Heimildinni
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Stend með þórði Snæ. Greinar hans í Heimildinni voru einstaklega góðar og
    vellesandi.
    5
  • Óskar Þór Árnason skrifaði
    Þú virðist nýsloppinn úr skítkastbúðum
    Sjálfstæðisflokksins 🙃😉
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár