Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
Forsetaframbjóðendur virðast eiga erfitt uppdráttar í þingkosningum eftir að hafa sumir hverjir fengið drjúgan hluta þjóðarinnar til þess að kjósa sig í forsetakosningum.

Fjórir forsetaframbjóðendur eru í framboði þessa stundina en allir flokkarnir sem þeir bjóða sig fram fyrir, utan einn, eru ýmist í fallhættu eða langt fyrir neðan kjörfylgi. Það hafa aldrei verið jafn margir forsetaframbjóðendur í kjöri til Alþingis áður.

Frambjóðendurnir eru Arnar Þór Jónsson, sem fer fyrir Lýðræðisfylkingunni sem vantar töluvert upp á að nái inn á þing. Þá er Viktor Traustason í þriðja sæti í Norðausturkjördæmi fyrir Pírata. Hann sóttist eftir að leiða lista Pírata en hafði ekki erindi sem erfiði. Píratar mælast ýmist rétt svo inni á þingi og utan og því óhætt að segja að þeir séu í raunverulegri fallhættu.

Halla Hrund skákar formanni

Líklega eru mestu viðbrigðin í Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, leiðir lista Framsóknarflokksins. Hún skákar sjálfum formanni flokksins, Sigurði Inga Jóhannessyni, sem gaf eftir oddvitasætið og fyrir vikið stefnir í að hann nái ekki á þing samkvæmt könnunum en flokkurinn er að mælast langt fyrir neðan kjörfylgi. Samkvæmt kosningaspám má ætla að flokkurinn haldist inni á þingi.

Halla Hrund var sigurlíkleg í forsetakosningunum síðasta vor og mældist með hæsta fylgið lengst af í baráttunni. Það tók að síga þegar á leið á baráttuna og má segja að hún hafi goldið fyrir taktíska kosningu kjósenda sem vildu ekki sjá Katrínu Jakobsdóttur sem forseta. Atkvæðin fóru því að lokum til nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur, sem vann forsetakosningar með nokkrum yfirburðum.

Gekk sæmilega í forsetakosningum, en skarar nú fram úr

Aðeins einn forsetaframbjóðandi sker sig úr þessum hópi, sem er Jón Gnarr sem situr í öðru sæti í Reykjavík suðri. Hann er einnig ólíkur öðrum frambjóðendum að því leyti að hann sat sem borgarstjóri í Reykjavík í fjögur ár og er því ekki óvanur hinu pólitíska ati.

„Þetta dregur kannski helst fram hvað forsetakosningar eru sérkennilegar,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur spurður hvers vegna forsetaframbjóðendum gangi ekki betur í kosningunum. Þegar litið er til forsetakosninganna þá fékk Halla Hrund um 15 prósent í forsetakosningunum, eða 33 þúsund atkvæði. Arnar Þór hefði náð inn á þing ef hann hefði náð sama árangri og í forsetakosningunum en hann náði rétt um fimm prósentum eða um tíu þúsund atkvæðum. Nú mælist hann í um einu prósenti sem leiðtogi Lýðræðisflokksins.

Viktori farnaðist þó ekki vel og endaði vel undir einu prósenti í forsetakosningunum, en aðeins 392 studdu hann. Jón Gnarr náði tíu prósentum atkvæða í kosningunum eða tíu þúsund atkvæðum og endaði fjórði efsti í forsetaframboðinu af tólf framboðum.

Allt önnur lögmál í gangi

„Það er ekki augljóst að forsetaframboð nýtist sem stökkpallur á Alþingi,“ segir Eiríkur. „Það eru bara allt önnur lögmál í gangi. Við leggjum allt of mikið upp úr umfjöllun um einstaka fólk og einstaka mál, en rannsóknir sýna að einstaka frambjóðendur skipta kjósendur litlu máli,“ bætir hann við.

„Fólk hefur sæmilegan skilning á því hvernig lífsskoðun þess fellur að stefnu stjórnmálaflokka, það ræður atkvæðinu, því rannsóknir sýna að kjósendur eru skynsamir,“ segir Eiríkur. Í stuttu máli; ef einhver teldi sig geta tekið stuðning í forsetakosningum með sér inn í alþingiskosningar væri það fjarri lagi. Þetta hefur helst áhrif á stöðu formanns Framsóknarflokksins sem eftirlét Höllu Hrund fyrsta sætið í Suðurkjördæmi. Síðustu kannanir sýna að hann nái ekki kjöri og það hefur verið haft á orði að Halla Hrund sé ekki áberandi í kosningabaráttunni, hvort sem það er rétt eða ekki.

„Ég held að þetta ráðist bara af því hvernig viðkomandi einstaklingur passi inn í flokkana sem ræður mati kjósenda,“ segir Eiríkur og bætir við að lokum, og dregur kannski saman í leiðinni ómöguleika þess að bera þessar tvær kosningar saman: „Það er bara himinn og haf á milli forsetakosninga og alþingiskosninga.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár