Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Sonurinn er gangandi kraftaverk

Á sex ár­um hef­ur líf Ír­is­ar Jóns­dótt­ur um­turn­ast. Son­ur henn­ar greind­ist átta ára gam­all með krabba­mein en sigr­að­ist á því. Ír­is var í sam­bandi með manni sem reynd­ist fjöl­skyld­unni vel á erf­ið­um tím­um, en varð ást­fang­in af konu. Þær gengu í hjóna­band og eign­uð­ust barn. Í því ferli reyndu þær að velja sæð­is­gjafa sem líkt­ist þeim.

Sonurinn er gangandi kraftaverk
Kraftaverk „Hjörtur hefur kennt mér margt í lífinu. Hann er náttúrlega gangandi kraftaverk inni á þessu heimili. Hann er búinn að lenda í öllu, þetta barn,“ segir Íris Mynd: Aðsend

Snemma árs 2019 heimsótti blaðamaður mæðginin Írisi Jónsdóttur og Hjört Elías Ágústsson sem var þá níu ára og hafði glímt við krabbamein í ár. Hann var þá búinn að fara í geislameðferð og beinmergsskipti í Svíþjóð. Íris lýsti því hvernig hún hefði sjálf breyst við áfallið og væri orðin reið út í lífið. Vonin var hennar haldreipi. 

Fimm árum síðar er Íris allt önnur manneskja. „Ég var rosalega brotin því þetta var svo mikið álag. Þetta var mikið verkefni sem lá á mér. Ég var orðin andlega þreytt og veit ekki á hvaða orku ég gekk. Ég gekk um eins og vofa vegna þreytu og svaf ekki í marga daga af áhyggjum og kvölum hjá Hirti.“ Á þeim tíma hafði hún verið á spítalanum með syni sínum og verið til taks nótt sem dag. Hún gat ekki hugsað sér að fara frá honum …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elísabet Jónsdóttir skrifaði
    Þessi kona... er alveg einstök og hennar fjölsk.... kynntist henni á FB sama leiti og Hjörtur veiktist, fékk að fylgast með henni og Hirti í gegn um veikindin. Þekkti hana algjörlega ekki neitt áður, en við erum góðir vinir á FB og fagna ég og gleðst með hennar og þeirra sigrum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár