Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Hársbreidd frá tveggja flokka meirihluta

Sam­fylk­ingu og Við­reisn vant­ar eitt þing­sæti til við­bót­ar til að ná að mynda meiri­hluta í þing­inu, mið­að við nýja skoð­ana­könn­un Maskínu. Flokk­arn­ir bæta báð­ir við sig á milli kann­ana og mæl­ast með yf­ir 20 pró­senta fylgi. Sósí­al­ist­ar mæl­ast stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur í einu kjör­dæmi.

Hársbreidd frá tveggja flokka meirihluta
Upp Fylgi Samfylkingarinnar þokast upp á við í fyrsta sinn í nokkrum könnunum Maskínu í röð. Flokkur Kristrúnar Frostadóttur formanns mælist með 22,7 prósent fylgi. Mynd: Golli

Samfylking og Viðreisn bæta við sig fylgi á milli vikna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Samfylking mælist með 22,7 prósent og Viðreisn 20,9, sem þýðir að flokkarnir væru einu þingsæti frá því að geta myndað saman meirihluta. Vísir greinir frá niðurstöðunum

Framsókn mælist með 5,9 prósent fylgi í könnun Maskínu og Sósíalistaflokkurinn með slétt 5 prósent. Píratar eru undir þessum þröskuldi og mælast með 4,3 prósent og Vinstri græn með 3,1 prósent. Flokkur fólksins mælist með 8,8 prósent. 

Sjálfstæðisflokkur mælist þriðji stærsti flokkurinn með 14,6 prósent, sem er einu prósentustigi meira en í síðustu könnun Maskínu. Miðflokkurinn, sem var um tíma að mælast yfir Sjálfstæðisflokki, stendur í stað á milli vikna og mælist áfram með 12,6 prósent. 

Með 50 prósent fylgi í Reykjavík

Maskína birtir niðurbrot á könnuninni á vef sínum. Þar sést að Samfylking og Viðreisn mælast samanlagt með yfir 50 prósenta fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Þá vekur …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Flokkur fólksins þarf að komast í ríkisstjórn til þess m.a. að rétta hlut eldri borgara. Samfylkingin er ekki að fara að gera það. Gamlingjar nú er að greiða Flokki fólksins atkvæðið sitt ef þið viljið breytingar í skerðingunum!
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár