Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hársbreidd frá tveggja flokka meirihluta

Sam­fylk­ingu og Við­reisn vant­ar eitt þing­sæti til við­bót­ar til að ná að mynda meiri­hluta í þing­inu, mið­að við nýja skoð­ana­könn­un Maskínu. Flokk­arn­ir bæta báð­ir við sig á milli kann­ana og mæl­ast með yf­ir 20 pró­senta fylgi. Sósí­al­ist­ar mæl­ast stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur í einu kjör­dæmi.

Hársbreidd frá tveggja flokka meirihluta
Upp Fylgi Samfylkingarinnar þokast upp á við í fyrsta sinn í nokkrum könnunum Maskínu í röð. Flokkur Kristrúnar Frostadóttur formanns mælist með 22,7 prósent fylgi. Mynd: Golli

Samfylking og Viðreisn bæta við sig fylgi á milli vikna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Samfylking mælist með 22,7 prósent og Viðreisn 20,9, sem þýðir að flokkarnir væru einu þingsæti frá því að geta myndað saman meirihluta. Vísir greinir frá niðurstöðunum

Framsókn mælist með 5,9 prósent fylgi í könnun Maskínu og Sósíalistaflokkurinn með slétt 5 prósent. Píratar eru undir þessum þröskuldi og mælast með 4,3 prósent og Vinstri græn með 3,1 prósent. Flokkur fólksins mælist með 8,8 prósent. 

Sjálfstæðisflokkur mælist þriðji stærsti flokkurinn með 14,6 prósent, sem er einu prósentustigi meira en í síðustu könnun Maskínu. Miðflokkurinn, sem var um tíma að mælast yfir Sjálfstæðisflokki, stendur í stað á milli vikna og mælist áfram með 12,6 prósent. 

Með 50 prósent fylgi í Reykjavík

Maskína birtir niðurbrot á könnuninni á vef sínum. Þar sést að Samfylking og Viðreisn mælast samanlagt með yfir 50 prósenta fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Þá vekur …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Flokkur fólksins þarf að komast í ríkisstjórn til þess m.a. að rétta hlut eldri borgara. Samfylkingin er ekki að fara að gera það. Gamlingjar nú er að greiða Flokki fólksins atkvæðið sitt ef þið viljið breytingar í skerðingunum!
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár