Samfylking og Viðreisn bæta við sig fylgi á milli vikna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Samfylking mælist með 22,7 prósent og Viðreisn 20,9, sem þýðir að flokkarnir væru einu þingsæti frá því að geta myndað saman meirihluta. Vísir greinir frá niðurstöðunum.
Framsókn mælist með 5,9 prósent fylgi í könnun Maskínu og Sósíalistaflokkurinn með slétt 5 prósent. Píratar eru undir þessum þröskuldi og mælast með 4,3 prósent og Vinstri græn með 3,1 prósent. Flokkur fólksins mælist með 8,8 prósent.
Sjálfstæðisflokkur mælist þriðji stærsti flokkurinn með 14,6 prósent, sem er einu prósentustigi meira en í síðustu könnun Maskínu. Miðflokkurinn, sem var um tíma að mælast yfir Sjálfstæðisflokki, stendur í stað á milli vikna og mælist áfram með 12,6 prósent.
Með 50 prósent fylgi í Reykjavík
Maskína birtir niðurbrot á könnuninni á vef sínum. Þar sést að Samfylking og Viðreisn mælast samanlagt með yfir 50 prósenta fylgi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Þá vekur …
Athugasemdir (1)