Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Engin svör borist frá Bakkavararbræðrum

Kjara­deilu starfs­fólks í verk­smiðju Bakka­var­ar í Bretlandi er hvergi nærri lok­ið. Sendi­nefnd á veg­um breska stétt­ar­fé­lags­ins kom ný­ver­ið til lands­ins til að ná at­hygli bræðr­anna Lýðs og Ág­ústs Guð­munds­sona og þrýsta á þá til að beita sér fyr­ir því að leysa úr kjara­deil­unni. Eng­in svör hafa borist frá bræðr­un­um og út­lit er fyr­ir að verk­falls­að­gerð­ir fé­lags­manna muni drag­ast fram yf­ir des­em­ber.

Engin svör borist frá Bakkavararbræðrum
Bræðurnir Mótmælt var fyrir utan skrifstofur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona á Granda.

Verkföll standa enn yfir meðal starfsmanna verksmiðju Bakkavarar í Spalding í Lincolnshire í Bretlandi. Verkfallsaðgerðir félagsmanna breska stéttarfélagsins Unite the Union hafa staðið yfir í tvo mánuði.

Fyrr í mánuðinum kom hópur á vegum stéttarfélagsins til landsins til þess að vekja athygli á kjaradeilunni með auglýsingaherferð sem margir hafa eflaust séð á flettiskiltum víðs vegar um borgina. Stéttarfélagið skipulagði einnig mótmæli í samstarfi við stéttarfélagið Eflingu sem fóru fram fyrir utan skrifstofur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona á Granda, en þeir eru meirihlutaeigendur Bakkavarar Group plc.

Þá sendi stéttarfélagið bræðrunum bréf þar sem óskað var eftir því að þeir beittu sér fyrir því að leysa úr kjaradeilunni og koma til móts við kröfur starfsfólksins um betri kjör og bættar vinnuaðstæður í verksmiðjunni. Talsmaður Unite the Union segir í samtali við Heimildina að bræðurnir hafi enn sem komið er ekki svarað erindi stéttarfélagsins.

Stéttarfélagið hefur einnig sent hóptil Austurríkis þar sem til stendur að beita annan hluthafa Bakkavör Group þrýstingi til þess að skerast í leikinn og beita sér fyrir því að samið verði um ásættanleg laun. Unite the Union hefur sagt að flestir starfsmenn verksmiðjunnar fái greitt um 11,54 pund á tímann, sem eru rúmlega tvö þúsund íslenskar krónur.

Höfnuðu tilboði Bakkavarar 

Kjaraviðræður hafa borið lítinn árangur enn sem komið er. Claire Peden, talsmaður Unite the Union, segir í samtali að félagsmenn hafi nýlega hafnað tilboði Bakkavarar með miklum meirihluta atkvæðagreiðslu.

Claire upplýsir að tilboð Bakkavarar hafi hljóðað upp á milli sex til 33 punda hækkun á vikulaunum starfsmanna. Sumir myndu því hækka í launum um rúmar 4.000 krónur á mánuði á meðan þeir sem fengju hæstu launahækkunina myndu fá um 23.000 króna hækkun á mánaðarlaunum sínum.

Þá bauð fyrirtækið öllu starfsfólki verksmiðjunnar 350 punda eingreiðslu til að greiða fyrir samningunum. Það eru rúmlega 61.300 íslenskar krónur.  

WantedAuglýsingaherferð stéttarfélagsins er ansi herská. Þar er tekið fram að bræðurnir raki inn milljónum með illa launuðu starfsfólki. Borgið okkur, er krafan.
Þrýsta á BakkavararbræðurStéttarfélagið Unite th Union hefur reynt að þrýsta á hluthafa matvælaframleiðslufyrirtækisins Bakkavör Group plc. til að beita sér í kjaradeilunni í Spalding í Bretalndi. Sendinefnd kom nýverið til landsins til ná athygli Lýðs og Ágústs Guðmundssona sem eiga meirihluta í fyrirtækinu.

Slitu viðræðum

Claire segir að eftir að félagsmenn höfnuðu tilboði Bakkavarar hafi fyrirtækið brugðist við með því að slíta kjaraviðræðunum við stéttarfélagið með vísan í bresk lög um kjaradeilur og hefjast handa við að hafa samband við starfsfólk verksmiðjunnar og leggja tilboð sitt fram við hvern og einn starfsmann verksmiðjunnar persónulega.

Stéttarfélagið hafi brugðist við þessu með því að tilkynna Bakkavör að félagið hafi endurnýjað kjaradeiluna. Claire segir að félagið muni efna til atkvæðagreiðslu um frekari verkfallsaðgerðir til þess að mótmæla því sérstaklega að fyrirtækið hafi slitið kjaraviðræðunum.

„Þetta mun veita félagsfólki okkar lagalega vernd gegn því að vera sagt upp eftir 20. desember, þegar slík lagaleg vernd myndi öllu jöfnu renna út,“ segir Claire og bætir við að fjöldi þeirra sem taka þátt í verkfallsaðgerðum hafi aukist eftir þetta útspil Bakkavarar. Nú séu um 480 manns í verkfalli frá því í síðustu viku.

Ferja starfsfólk milli verksmiðja

Alls starfa 1.400 manns í verksmiðju Bakkavarar í Spalding og hefur því rúmlega þriðjungur starfsfólks verið í verkfalli undanfarna tvo mánuði. Verkfallið hefur valdið þó nokkru raski á starfsemi félagsins sem hefur komið fram í því að einstaka matvörur sem fyrirtækið framleiðir hafa horfið úr hillum í helstu matvöruverslunum víða um Bretland.

Skortur á grísku ídýfunni taramasalata hefur vakið mesta athygli þar í landi og hafa fjölmiðlar í Bretlandi fjallað mikið um þessa vöru, sem var um stund ófáanleg í verslunum á borð við Sainbury’s, Tesco’s, Marks & Spencer og Waitrose.

Í frétt sem birtist í breska tímaritinu the Financial Times er skorturinn rakinn til verkfallanna í Spalding. Í þeirri umfjöllun var haft eftir talsmanni Bakkavör Group að rofið í framleiðslu væri tímabundið og fyrirtækið hafi brugðist við trufluninni með því að virkja aðrar verksmiðjur fyrirtækisins vinna um framleiðsluslakann á einstaka vörum. Bakkavör rekur 20 verksmiðjur til viðbótar víðs vegar um Bretland og þar starfa samtals um 13.500 manns.

„Þau kjósa að standa straum af þessum kostnaði í stað þess að gefa félagsmönnum okkar verðskuldaðar launahækkanir“
Claire Peden, talsmaður Unite the Union

Claire segir að Bakkavör sé um þessar mundir að flytja starfsfólk frá verksmiðju sinni í bænum Tilmanstone til verksmiðjunnar í Spalding til að ganga í störf þeirra sem taka þátt í verkfallinu. Um er að ræða rúmlega 280 kílómetra ferðalag sem Claire segir að fyrirtækið niðurgreiði fyrir starfsfólkið frá Tilmanstone. Ásamt því leggi Bakkavör út fyrir gistingu starfsfólksins.

„Þau kjósa að standa straum af þessum kostnaði í stað þess að veita félagsmönnum okkar verðskuldaðar launahækkanir,“ segir Claire.   

Höfða til stjórnmálamanna í aðdraganda kosninga

Claire segir í samtali að herferð stéttarfélagsins hér á landi sé hvergi nærri lokið og sendinefnd á vegum félagsins muni snúa aftur til landsins þangað til að það tekst að semja.

Í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér fyrr í vikunni segir að fulltrúar félagsins muni á næstu dögum funda með íslensku stjórnmálafólki.

Í orðsendingu sem vinnudeilusvið Unite the Union sendi frá sér ávarpar stéttarfélagið stjórnmálamenn á Íslandi og kallar eftir því að viðskipti ríkisins við Bakkavararbræður í gegnum fyrirtæki á borð við tæknifyrirtækið Origo, sem bræðurnir eiga hlut í, séu tekin til endurskoðunar í ljósi framgöngu þeirra gagnvart verkafólki í Englandi.

„Við viljum vekja íslenskt stjórnmálafólk til umhugsunar um hvort þau vilji stunda viðskipti við þessa menn og hvaða siðferðiskröfur sé eðlilegt að gera til aðila sem hljóta svo stóra samninga við ríkið.“

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er til skamar fyrir Land og Þjoð, þessir Vesalingar kunna ekki að Skamast sin
    Þetta eru ÞRÆLA HALDARAR. Ef þessir Firar væru i USA mindu þeir VERA LATNIR KVERFA eins og Jimmy Hoffa------ Jimmy Hoffa disappeared on July 30, 1975. He is generally thought to have been murdered by the Mafia, and was declared legally dead in 1982. Hoffa's legacy and the circumstances of his disappearance continue to stir debate.
    Eg var a ferd i Bretlandi nylega i Hull og Grimsby og Glasgow. Þar er þessum Glæpa Firum ekki vandadar kvejurnar. Bretland er að Jafna sig Hægt eftir BREXIT Afallið.
    A Islandi Biða okkur BETRI TIMAR i Kosningum 30 Oktober. 2 Flokkar i framboði hafa Evropu ADILD a Stefnuskra. EVRU OG LÆGRI VEXTI, OG MAT A RETTU VERDI KJOSUM ÞA------VIÐREISN OG SAMFYLKINGIN---BETRA ISLAND.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Jæja... þeir ættu kannski að skoða tengsli Bakkavor við írsku skráninguna... gömlu og nýju og spyrja Bakkavor um tengslin við Dekhill og Bank Julius Buear. The bigger the are ... the harder they fall.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Og þetta eru Bakkavararbræður.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
6
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár