Alma D. Möller landlæknir og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra verða gestir Pressu sem sýnd verður á vef Heimildarinnar klukkan 13.
Willum leiðir lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi en í sama kjördæmi býður Alma fram krafta sína. Hún leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, svokölluðum Kraga vegna þess hvernig hann umlykur Reykjavík.
Heilbrigðiskerfið verður tekið fyrir í umræðunum í Pressu í dag enda þekkja Alma og Willum bæði vel til.
Meðal annars verður snert á stöðunni á bráðamóttöku en í umfjöllun Jóhannesar Kr. Kristjánssonar í Heimildinni í dag er rýnt í hana. Þar kemur fram að vegna plássleysis á legudeildum Landspítala er bráðamóttakan oft yfirfull. Þetta leiddi af sér að í september og október dvöldu 69 sjúklingar bráðamóttökunnar í yfir 100 klukkustundir á deildinni. Jóhannes mætir í Pressu á eftir Ölmu og Willum og segir nánar frá efni þáttanna Á vettvangi þar sem bráðamóttakan er vettvangurinn.
Áskrifendur geta fylgst með Pressu á vef Heimildarinnar klukkan 13.00 eða fundið upptöku af honum á vefnum eftir útsendingu.
Athugasemdir