Bækurnar innihalda ljóð eftir tvo mjög ólíka höfunda. Annars vegar er það Heimkynni eftir Þórð Sævar Jónsson og hins vegar Svefnhof eftir Svövu Þorsteinsdóttur. Þetta er hennar fyrsta ljóðabók en Þórður sendir nú frá sér sína fjórðu bók.
Aðspurð segist Birta ekki líta á sig öðruvísi en sem „snattara hjá Skriðu sem gengur í öll verk eftir þörfum“, en hún brýtur sjálf arkir, saumar bækurnar, límir lesbönd, fellir og límir kápur. Hún fær þó aðstoð við bókhaldið, sem er að hennar mati minnst spennandi þáttur bókaútgáfu.
Bækurnar frá Skriðu eru með samræmt útlit sem hannað var af Snæfríði Þorsteins. Hugmyndin var að þær yrðu handhægar, einfaldar, með lesbandi og minntu á skissubækur. Birta sér um gerð bókanna en í prentsmiðju hennar má finna stórar og forvitnilegar vélar:
„Ég er með alls kyns tæki og tól, allt frá mjög einföldum, gömlum og góðum bókapressum yfir í flóknar prentvélar. Ég hef fiktað …
Athugasemdir