Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er á fullum snúningi. „Nægir ykkur hálftími?“ spyr Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarkonan hennar, rétt áður en Þorgerður tyllir sér með blaðamanni Heimildarinnar. Hún var að koma úr viðtali og er á leiðinni á umræður hjá Kennarasambandinu.
„Líttu í kringum þig, þetta er bara ótrúlega gaman,“ svarar Þorgerður spurð að því hvernig hún nenni þessu eiginlega, að vera enn í stjórnmálum eftir 22 ár á þingi, ekki alveg óslitið þó. Það er svolítill hávaði í rýminu, eins og heyrist á upptökunni. Frambjóðendur og stuðningsfólk Viðreisnar, flokks Þorgerðar, rabbar saman, hringir út, skipuleggur næstu skref í kosningabaráttunni sem nú sér fyrir endann á.
„Ég viðurkenni að þessi kosningabarátta er sú skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í. Maður finnur að fólk er forvitið, fólk er spennt, það er ákveðin eftirvænting í loftinu því fólk vill breytingar,“ segir Þorgerður.
Fylgi Viðreisnar hefur risið verulega í mælingum undanfarið. Flokkurinn fékk átta prósenta …
Athugasemdir