Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Snörp orðaskipti í réttarsal: „Þú hefur ekki orðið!“

Ann­ar dag­ur að­al­með­ferð­ar í mann­dráps­máli gegn hjúkr­un­ar­fræð­ingi fór fram í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í dag. Þar áttu sér stað snörp orða­skipti á milli dóm­ara og lög­manns þeg­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar komu upp. Mál­ið hef­ur ver­ið lagt í dóm í ann­að skipt­ið í hér­aði.

Snörp orðaskipti í réttarsal: „Þú hefur ekki orðið!“
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson átti í hörðum orðaskiptum sem leiddi þó til þess að lögmaðurinn fékk sínu framgengt.

Það var hart deilt í réttarsal Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun þar sem þess var krafist að niðurstöðu embættis Landlæknis, um það sem átti sér stað daginn sem kona lést á meðferðargeðdeild 33A í ágúst 2021, yrði aflað og lagt fyrir dóminn sem sönnunargagn.

Hörð orðaskipti gengu á milli lögmanns Steinu Árnadóttur, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, og aðaldómara í fjölskipuðum dómi - og gekk svo langt að dómara var misboðið og tók af honum orðið í harðri en snarpri rimmu þeirra á milli.

Ástæðan var vitnisburður fyrrverandi framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Landspítalanum sem upplýsti um skýrslu sem verjandi hafði ekki heyrt af. Vitnisburður hennar var takmarkaður þar sem hún var ekki einn af höfundum skýrslunnar.

Landlæknir gerði úttekt á málinu

Annar dagur í sakamáli gegn Steinu Árnadóttur hjúkrunarfræðingi fór fram í dag, en hún er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi, með því að hafa banað konu á geðdeild Landspítalans. Það á hún …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár