Það var hart deilt í réttarsal Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun þar sem þess var krafist að niðurstöðu embættis Landlæknis, um það sem átti sér stað daginn sem kona lést á meðferðargeðdeild 33A í ágúst 2021, yrði aflað og lagt fyrir dóminn sem sönnunargagn.
Hörð orðaskipti gengu á milli lögmanns Steinu Árnadóttur, Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, og aðaldómara í fjölskipuðum dómi - og gekk svo langt að dómara var misboðið og tók af honum orðið í harðri en snarpri rimmu þeirra á milli.
Ástæðan var vitnisburður fyrrverandi framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Landspítalanum sem upplýsti um skýrslu sem verjandi hafði ekki heyrt af. Vitnisburður hennar var takmarkaður þar sem hún var ekki einn af höfundum skýrslunnar.
Landlæknir gerði úttekt á málinu
Annar dagur í sakamáli gegn Steinu Árnadóttur hjúkrunarfræðingi fór fram í dag, en hún er ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi, með því að hafa banað konu á geðdeild Landspítalans. Það á hún …
Athugasemdir