„Ég var beðinn um að taka þetta að mér á sínum tíma en er nú hættur,“ segir nýr formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Íslands, Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var kjörræðismaður Ísraels í um tvö ár.
„Ég hætti formlega sem ræðismaður í síðasta mánuði en brotthvarf mitt átti sér lengri aðdraganda,“ svarar Sigurður Kári spurður hvenær hann lét af þeim störfum. Ágætt er að árétta að ræðismaður er ekki launað starf og felst í því að aðstoða Íslendinga í viðkomandi ríki, eða þá þjóð sem ræðismaður starfar fyrir, en Sigurður Kári var heiðurskonsúll Ísraels á Íslandi. Þá er eitt hlutverk ræðismanna að greiða fyrir viðskiptum á milli landa.
Hávær krafa um sniðgöngu
Fyrst stóð til að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tæki að sér formennsku en í lögum er kveðið strangt á um að þingmenn geti ekki setið sem formenn hjá þessari nýju stofnun. Í ljósi þess …
Brynjar þolir ekki pólitíska aktivista eða allar nefndirnar og ráðin. Nema . . . . . hann komist í þau sjálfur. Semsagt týpískur ómarktækur sjálfmiðaður „kjaftívisti".