Í Fab Lab-starfsstöðinni á Ísafirði er ár hvert boðið upp á diplómunám sem byggir á áfanga sem kenndur er við MIT-háskólann í Boston Massachusetts í Bandaríkjunum. Áfanginn kallast „How to Make (Almost) Anything“ og er við hæfi að Fab Lab starfsstöðvarnar, sem eru 13 talsins hér á landi, tengist áfanga sem þessum. Það er nefnilega svo að gestir smiðjanna í Fab Lab víðs vegar um landið eru beinlínis hvattir og aðstoðaðir við að búa til nánast hvað sem er, með aðstoð tækja, tækni og síðast en ekki síst leiðbeinenda sem eru með puttann á púlsinum hvað varðar það nýjasta í nýsköpun í heiminum.
Fyrsta Fab Lab-smiðjan á Íslandi var sett á laggirnar í Vestmannaeyjum árið 2008 og í dag eru smiðjur einnig staðsettar í Reykjavík, Hornafirði, Akureyri, Húsavík, Blönduósi, Selfossi, Ströndum, Sauðárkróki, Suðurnesjum, Akranesi, Fjarðabyggð og Ísafirði.
Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson er forstöðumaður Fab Lab starfsstöðvarinnar á Ísafirði og hefur …
Athugasemdir