Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur farið fram á að matvælaráðuneytið afhendi öll gögn er varða ráðningu Jóns Gunnarssonar í hlutverk sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytið. Tilefnið er afhjúpun Heimildarinnar á mánudag á fullyrðingum sonar og viðskiptafélaga Jóns, Gunnars Bergmanns, um að Jón hafi samið við Bjarna um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi kosningar í skiptum fyrir að komast í stöðu til að vinna að útgáfu hvalveiðileyfa.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og fulltrúi í nefndinni, fór fram á að málið yrði rannsakað. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var ekki einróma samþykki fyrir því að hefja frumkvæðisrannsókn á málinu, en nógu mörg atkvæði voru fyrir því til að hefja rannsóknina.
Fyrsta skref rannsóknarinnar er áðurnfend gagnaöflun, sem beinist bæði að forsætisráðuneytinu og matvælaráðuneytinu. Eftir að ráðherrar Vinstri grænna sögðu …
Athugasemdir