Íslenska vinstrið verður í brennidepli í næsta þætti Pressu. Þau Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem skipar annað sæti Vinstri grænna í sama kjördæmi, eru gestir þáttarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er í sögulegri lægð, samkvæmt könnunum, eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf, þar sem tilraun var gerð til að leiða saman ysta vinstri og ysta hægri. Sósíalistaflokkur Íslands er á sama tíma á mikilli siglingu og nálgast sjö prósenta fylgi í könnunum, þegar stutt er til kjördags.
Þátturinn er sendur út í beinni útsendingu af ritstjórnarskrifstofu Heimildarinnar. Útsendingin hefst klukkan 12.00 og er aðgengileg á vefnum, Heimildin.is.
Athugasemdir