Innihaldsgreining Guðbjargar Hildar Kolbeins, dósents við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, sýnir að áfengisneysla er mikil og áfengistegundir, einna helst kampavín, eru auglýstar í raunveruleikaþáttunum Æði og LXS. Í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna dregur hún þá ályktun að þættirnir geti hugsanlega haft skaðleg áhrif á viðhorf ungmenna til áfengisneyslu enda neyslan sett í samhengi við hið ljúfa líf og lúxus hjá ungu og fallegu fólki.
Guðbjörg Hildur kynnti niðurstöður sínar í erindi á Þjóðarspeglinum fyrr í þessum mánuði, ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, þar sem kynntar eru yfir 200 rannsóknarniðurstöður sem snerta félagsvísindi og samfélagið. Í erindinu, sem ber yfirskriftina Vín, víf og hið ljúfa líf, fjallaði Guðbjörg um birtingarmynd neyslu áfengis í Æði og LXS. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og birtust strákarnir í Æði, þeir Binni Glee, Patrekur Jamie og Bassi Maraj, fyrst á sjónvarpsskjánum árið 2020 en voru …
Athugasemdir