Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Fullgild spurning hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið dýrkeypt

Formað­ur Vinstri grænna seg­ir ótíma­bært að ræða fram­tíð henn­ar í stjórn­mál­um. „Ef ég væri Dani myndi ég segja Den tid, den sorg,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir í ít­ar­legu við­tali við Heim­ild­ina.

Fullgild spurning hvort ríkisstjórnarsamstarfið hafi verið dýrkeypt
Leiðtogi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, er að leiða flokkinn í kosningabaráttu í fyrsta sinn. Staðan er gjörbreytt frá síðustu kosningum, flokkurinn mælist varla inni á þingi samkvæmt skoðanakönnunum, en Svandís er bjartsýn. Mynd: Golli

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það fullgilda spurningu hvort það hafi verið of dýri verði keypt að vera í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum síðustu sjö ár. Á sama tíma er hún þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt ákvörðun að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu, þótt það hafi endað með þessum hætti. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viðtali við Svandísi í nýjasta tölublaði Heimildarinnar þar sem hún fer yfir aðdragandann að stjórnarslitunum í haust og ræðir áherslur Vinstri grænna í kosningabaráttunni og verkefnið fram undan: Að komast inn á þig. 

Svandís segir krafta Vinstri grænna vel nýtta við ríkisstjórnarborðið. „Við eigum flokka á Norðurlöndunum, til að mynda Enhedslisten í Danmörku, sem hefur tekið ákvörðun um það að taka ekki þátt í ríkisstjórn. Þau líta svo á að þau leggi meira af mörkum með því að vera í stjórnarandstöðu. Alltaf. Það hefur aldrei verið okkar niðurstaða. Við höfum alltaf litið svo á að það væri betra fyrir allar ríkisstjórnir að hafa VG innanborðs. Ég er enn þá sannfærð um að svo sé. Hins vegar þá sér maður þegar maður horfir til baka, að ákvörðun um að vera í ríkisstjórnarsamstarfi af þessu tagi og freista þess að fara í annað kjörtímabil, vegna þess að við fengum til þess mjög sterkt umboð, að það var afdrifaríkt. Það er fullgild spurning hvort það hafi verið of dýru verði keypt.“ 

„Við höfum alltaf litið svo á að það væri betra fyrir allar ríkisstjórnir að hafa VG innanborðs. Ég er enn þá sannfærð um að svo sé.“

Verði það niðurstaðan 30. nóvember að Vinstri græn fá ekki þingmann kjörinn verður það í fyrsta sinn frá stofnun flokksins sem hann á ekki fulltrúa á Alþingi. Aðspurð hvaða áhrif það muni hafa á framtíð Svandísar í stjórnmálum segir hún það ótímabæra spurningu. „Við erum í kosningabaráttu til að ná árangri. Ef ég væri Dani myndi ég segja Den tid, den sorg. En sjáum til, sjáum til. Ég hef trú á því að við náum okkar markmiðum.“

Hér má lesa, og hlusta, á viðtalið við Svandísi í heild sinni. 


Leiðtogar flokka sem bjóða fram til Alþingis og mælast með 2,5 prósenta fylgi hafa allir fengið boð um viðtal í Heimildinni til að kynna sín áherslumál. Sami rammi er um öll viðtölin og dregið var um dagsetningar. Leiðtogaviðtölin verða birt í næstu blöðum og á vefsíðu Heimildarinnar þar sem einnig verður hægt að nálgast hljóðútgáfu af viðtölunum.
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
4
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa sam­far­ir við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Framtíð Sýrlands eftir valdaránið
6
Erlent

Fram­tíð Sýr­lands eft­ir vald­arán­ið

Ný rík­is­stjórn Sýr­lands, und­ir for­ystu Hay‘at Tahrir al-Sham (HTS), súnní ísla­mískra sam­taka, hef­ur sam­þykkt að all­ir vopn­að­ir upp­reisn­ar­hóp­ar í land­inu verði leyst­ir upp. Nýtt fólk, hlið­hollt HTS, hef­ur ver­ið skip­að í æðstu hern­að­ar­stöð­ur lands­ins, þar á með­al í varn­ar­mála­ráðu­neyt­ið og leyni­þjón­ust­una eft­ir fall Assad-stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár