Ástvinir geta þurft að bíða vikum saman eftir jarðarför

Víða í Dan­mörku hef­ur ár­um sam­an vant­að fleiri presta en ástand­ið hef­ur aldrei ver­ið jafnslæmt og núna. Ætt­ingj­ar geta þurft að bíða vik­um sam­an eft­ir að geta kvatt ást­vini vegna ann­rík­is hjá prest­um.

Um langt árabil hafa af og til birst í dönskum fjölmiðlum viðtöl við danska presta um ástandið sem víða ríkir í dönskum sóknum. Áhyggjur prestanna eru af tvennum toga, annars vegar tilfinnanlegur skortur á viðhaldi hinna fjölmörgu guðshúsa um allt land og hins vegar skortur á prestum til að þjóna sóknarbörnunum.

Kirkjurnar í landinu eru samtals 2.354, margar gamlar og þarfnast mikils viðhalds en fjármagnið til þeirra hluta er mjög takmarkað. Stærsta kirkja landsins er dómkirkjan í Árósum (heitir Sct. Clemens Kirke), hún tekur um 1.200 manns í sæti, er 93 metra löng og turninn 92 metra hár. Minnsta kirkja landsins er á Venø á Norðvestur-Jótlandi byggð árið 1536, hún er að innanmáli 41 fermetri og rúmar 55 í sæti, ef þétt er setið. Turnlaus. Um það bil 72 prósent (4,3 milljónir) dönsku þjóðarinnar eru í þjóðkirkjunni, Folkekirken, í 2.123 sóknum, en þeim hefur fækkað lítillega á síðustu árum. Messusókn er mjög misjöfn eftir landshlutum og sóknum en samkvæmt upplýsingum þjóðkirkjunnar eru fastagestir í messum (þeir sem sækja messur tvisvar eða oftar í mánuði) um það bil 50 þúsund. Fyrir utan þjóðkirkjuna eru um 120 trúfélög starfandi í landinu og hefur fjölgað á síðustu árum.

Tvö þúsund prestar

Á síðustu árum hefur prestum þjóðkirkjunnar fjölgað lítillega og nú eru rúmlega 2 þúsund starfandi í landinu. Ýmsum kann að þykja undarlegt að prestum fjölgi á sama tíma og fækkar í þjóðkirkjunni. Í viðtali við Kristeligt Dagblad, sagði Pernille Vigsø Bagge, formaður danska Prestafélagsins, að þetta ætti sér eðlilegar skýringar. Verkefnum presta hefði á undanförnum árum fjölgað mjög og kirkjustarfið breyst. Alls kyns félagsstarf er nú orðið hluti starfseminnar og sálgæsla og fjölskylduráðgjöf æ ríkari þáttur í starfi presta.

„Starfið er ekki sambærilegt því sem það var bara fyrir 20 árum, það er gott að kirkjustarfið, annað en messuhald, sé öflugt en það krefst aukins mannahalds,“ sagði Pernille.

185 nýnemar í guðfræðinni í ár

Árið 2020 sóttu 252 um, og fengu, inngöngu í guðfræðinám við Kaupmannahafnarháskóla og Háskólann í Árósum og höfðu aldrei verið fleiri. Síðan dró úr aðsókninni, í fyrra voru umsækjendur 173 en á þessu ári fjölgaði aftur og voru nú 185. Rétt er að nefna að þetta er fjöldi þeirra sem fékk inngöngu og hóf nám.

Hár meðalaldur  

Meðalaldur danskra presta er hár og lengi hefur blasað við að ef ekkert yrði að gert muni innan fárra ára vanta tugi presta til starfa. Fyrir sex árum lagði nefnd á vegum kirkjunnar til að fólki með háskólamenntun í tilteknum greinum gæfist kostur á styttra námi en hefðbundinni guðfræðimenntun og gæti að því loknu starfað sem prestar. Danska þingið, Folketinget, samþykkti sérstök lög um þetta, þau gilda til ársins 2030. Námið miðast við tvö og hálft ár og að því loknu geta þeir sem því ljúka sótt um prestsembætti. Árið 2022 byrjuðu 70 nemendur í þessu námi sem kirkjumálaráðuneytið kallar sérnám og svipaður fjöldi á síðasta ári. Rúmlega helmingur starfandi presta í Danmörku eru konur, þær máttu lengi vel ekki gegna prestsembætti nema með sérstakri undanþágu, en sitja nú við sama borð og karlar í þessum efnum.

Leikmenn gerast íhlaupaprestar

Skortur á prestum er ekki nýtilkominn. Í dag er fjöldi presta sem ættu að vera komnir á eftirlaun (sestir í helgan stein væri kannski réttara að kalla það) starfandi í kirkjum landsins, sumir jafnvel komnir á níræðisaldur. Oft eru þessir öldruðu prestar að þjóna í prestaköllum þar sem þeir störfuðu áður og söfnuðurinn þekkir. En þessi möguleiki er ekki alltaf til staðar. Svo geta prestar veikst og enginn afleysingaprestur er fáanlegur. Þá verður að grípa til leikmanna svo hægt sé að messa. Iðulega er þá leitað til þeirra sem að jafnaði sækja messur og vita hvernig slíkar athafnir ganga fyrir sig. Íhlaupaprestunum, eins og þeir eru kallaðir, hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Mörgum finnst kannski undarlegt að sjá hann Jeppe, sem var að mála þakið í fyrradag, skyndilega kominn í hlutverk prests í þorpskirkjunni. Jeppe húsamálari má þó ekki skrýðast hempu þegar hann messar, og hann má ekki skíra og ferma, ekki taka til altaris, ekki fara með blessunarorð og ekki jarðsyngja. Allt þetta framangreinda verður Jeppe að láta liggja milli hluta þegar hann hleypur í skarðið. Íhlaupaprestarnir eru iðulega einhverjir sem eiga sæti í safnaðarnefndinni þótt það sé ekki algilt.

Langur biðtími

Þótt Jeppe húsamálari megi ekki skíra og ferma og taka til altaris sleppur það til, slíkt getur beðið. Það er erfiðara með jarðarfarirnar, með þær er erfitt að þurfa að bíða, en þannig er ástandið sums staðar, þótt prestar láti jarðarfarir sæta forgangi dugir það ekki til. Mörg dæmi eru um, og fer fjölgandi, að ættingjar þurfi að bíða jafnvel vikum saman eftir að geta kvatt ættingja eða vin. Danska útvarpið, DR, ræddi við útfararstjóra á Norðvestur-Jótlandi þar sem ekki hefur tekist að manna laus prestsembætti. Útfararstjórinn sagði að ástandið væri mjög erfitt „maður hringir og hringir en prestarnir segjast ekki geta hjálpað, þótt jarðarfarir séu í forgangi geti þeir ekki annað öllum beiðnum“.

Vonast eftir úrbótum

Kirkjunnar menn hafa um árabil reynt að vekja athygli ráðamanna á vandanum en fram til þessa talað fyrir daufum eyrum. Í síðustu viku hittust fulltrúar kirkjunnar á fundi með embættismönnum kirkjumálaráðuneytisins. Mette Moesgaard Jørgensen, prófastur á Mors, þar sem ekki hefur tekist að fá presta til starfa, sagðist í viðtali vonast til að fundurinn skili árangri. „Embættismennirnir skildu vandann og þá erfiðu stöðu sem við erum í en það þarf meira til,“ sagði prófasturinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár