Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ástvinir geta þurft að bíða vikum saman eftir jarðarför

Víða í Dan­mörku hef­ur ár­um sam­an vant­að fleiri presta en ástand­ið hef­ur aldrei ver­ið jafnslæmt og núna. Ætt­ingj­ar geta þurft að bíða vik­um sam­an eft­ir að geta kvatt ást­vini vegna ann­rík­is hjá prest­um.

Um langt árabil hafa af og til birst í dönskum fjölmiðlum viðtöl við danska presta um ástandið sem víða ríkir í dönskum sóknum. Áhyggjur prestanna eru af tvennum toga, annars vegar tilfinnanlegur skortur á viðhaldi hinna fjölmörgu guðshúsa um allt land og hins vegar skortur á prestum til að þjóna sóknarbörnunum.

Kirkjurnar í landinu eru samtals 2.354, margar gamlar og þarfnast mikils viðhalds en fjármagnið til þeirra hluta er mjög takmarkað. Stærsta kirkja landsins er dómkirkjan í Árósum (heitir Sct. Clemens Kirke), hún tekur um 1.200 manns í sæti, er 93 metra löng og turninn 92 metra hár. Minnsta kirkja landsins er á Venø á Norðvestur-Jótlandi byggð árið 1536, hún er að innanmáli 41 fermetri og rúmar 55 í sæti, ef þétt er setið. Turnlaus. Um það bil 72 prósent (4,3 milljónir) dönsku þjóðarinnar eru í þjóðkirkjunni, Folkekirken, í 2.123 sóknum, en þeim hefur fækkað lítillega á síðustu árum. Messusókn er mjög misjöfn eftir landshlutum og sóknum en samkvæmt upplýsingum þjóðkirkjunnar eru fastagestir í messum (þeir sem sækja messur tvisvar eða oftar í mánuði) um það bil 50 þúsund. Fyrir utan þjóðkirkjuna eru um 120 trúfélög starfandi í landinu og hefur fjölgað á síðustu árum.

Tvö þúsund prestar

Á síðustu árum hefur prestum þjóðkirkjunnar fjölgað lítillega og nú eru rúmlega 2 þúsund starfandi í landinu. Ýmsum kann að þykja undarlegt að prestum fjölgi á sama tíma og fækkar í þjóðkirkjunni. Í viðtali við Kristeligt Dagblad, sagði Pernille Vigsø Bagge, formaður danska Prestafélagsins, að þetta ætti sér eðlilegar skýringar. Verkefnum presta hefði á undanförnum árum fjölgað mjög og kirkjustarfið breyst. Alls kyns félagsstarf er nú orðið hluti starfseminnar og sálgæsla og fjölskylduráðgjöf æ ríkari þáttur í starfi presta.

„Starfið er ekki sambærilegt því sem það var bara fyrir 20 árum, það er gott að kirkjustarfið, annað en messuhald, sé öflugt en það krefst aukins mannahalds,“ sagði Pernille.

185 nýnemar í guðfræðinni í ár

Árið 2020 sóttu 252 um, og fengu, inngöngu í guðfræðinám við Kaupmannahafnarháskóla og Háskólann í Árósum og höfðu aldrei verið fleiri. Síðan dró úr aðsókninni, í fyrra voru umsækjendur 173 en á þessu ári fjölgaði aftur og voru nú 185. Rétt er að nefna að þetta er fjöldi þeirra sem fékk inngöngu og hóf nám.

Hár meðalaldur  

Meðalaldur danskra presta er hár og lengi hefur blasað við að ef ekkert yrði að gert muni innan fárra ára vanta tugi presta til starfa. Fyrir sex árum lagði nefnd á vegum kirkjunnar til að fólki með háskólamenntun í tilteknum greinum gæfist kostur á styttra námi en hefðbundinni guðfræðimenntun og gæti að því loknu starfað sem prestar. Danska þingið, Folketinget, samþykkti sérstök lög um þetta, þau gilda til ársins 2030. Námið miðast við tvö og hálft ár og að því loknu geta þeir sem því ljúka sótt um prestsembætti. Árið 2022 byrjuðu 70 nemendur í þessu námi sem kirkjumálaráðuneytið kallar sérnám og svipaður fjöldi á síðasta ári. Rúmlega helmingur starfandi presta í Danmörku eru konur, þær máttu lengi vel ekki gegna prestsembætti nema með sérstakri undanþágu, en sitja nú við sama borð og karlar í þessum efnum.

Leikmenn gerast íhlaupaprestar

Skortur á prestum er ekki nýtilkominn. Í dag er fjöldi presta sem ættu að vera komnir á eftirlaun (sestir í helgan stein væri kannski réttara að kalla það) starfandi í kirkjum landsins, sumir jafnvel komnir á níræðisaldur. Oft eru þessir öldruðu prestar að þjóna í prestaköllum þar sem þeir störfuðu áður og söfnuðurinn þekkir. En þessi möguleiki er ekki alltaf til staðar. Svo geta prestar veikst og enginn afleysingaprestur er fáanlegur. Þá verður að grípa til leikmanna svo hægt sé að messa. Iðulega er þá leitað til þeirra sem að jafnaði sækja messur og vita hvernig slíkar athafnir ganga fyrir sig. Íhlaupaprestunum, eins og þeir eru kallaðir, hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Mörgum finnst kannski undarlegt að sjá hann Jeppe, sem var að mála þakið í fyrradag, skyndilega kominn í hlutverk prests í þorpskirkjunni. Jeppe húsamálari má þó ekki skrýðast hempu þegar hann messar, og hann má ekki skíra og ferma, ekki taka til altaris, ekki fara með blessunarorð og ekki jarðsyngja. Allt þetta framangreinda verður Jeppe að láta liggja milli hluta þegar hann hleypur í skarðið. Íhlaupaprestarnir eru iðulega einhverjir sem eiga sæti í safnaðarnefndinni þótt það sé ekki algilt.

Langur biðtími

Þótt Jeppe húsamálari megi ekki skíra og ferma og taka til altaris sleppur það til, slíkt getur beðið. Það er erfiðara með jarðarfarirnar, með þær er erfitt að þurfa að bíða, en þannig er ástandið sums staðar, þótt prestar láti jarðarfarir sæta forgangi dugir það ekki til. Mörg dæmi eru um, og fer fjölgandi, að ættingjar þurfi að bíða jafnvel vikum saman eftir að geta kvatt ættingja eða vin. Danska útvarpið, DR, ræddi við útfararstjóra á Norðvestur-Jótlandi þar sem ekki hefur tekist að manna laus prestsembætti. Útfararstjórinn sagði að ástandið væri mjög erfitt „maður hringir og hringir en prestarnir segjast ekki geta hjálpað, þótt jarðarfarir séu í forgangi geti þeir ekki annað öllum beiðnum“.

Vonast eftir úrbótum

Kirkjunnar menn hafa um árabil reynt að vekja athygli ráðamanna á vandanum en fram til þessa talað fyrir daufum eyrum. Í síðustu viku hittust fulltrúar kirkjunnar á fundi með embættismönnum kirkjumálaráðuneytisins. Mette Moesgaard Jørgensen, prófastur á Mors, þar sem ekki hefur tekist að fá presta til starfa, sagðist í viðtali vonast til að fundurinn skili árangri. „Embættismennirnir skildu vandann og þá erfiðu stöðu sem við erum í en það þarf meira til,“ sagði prófasturinn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ætt­ingj­ar geta þurft að bíða vik­um sam­an eft­ir að geta kvatt ást­vini vegna ann­rík­is hjá prest­um.
    Látnir ættingjar verða ekki kvaddir í útfararathöfn. Þá er það of seint.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár