Tilurð Kannski má rekja til erfiðleika listamanna að fóta sig í listasenunni á Íslandi. Rýmið fengu þau í gegnum Samfélagshúsið á Vitatorgi og er rekið með styrkjum og án hagnaðar. Þau fögnuðu tveggja ára afmæli núna í ágúst.
„Við byrjuðum með Kannski að hluta til vegna vonbrigða sem við upplifðum með listasenuna hér. Það er margt mjög fallegt við íslensku listasenuna en það getur verið virkilega erfitt fyrir fólk að verða hluti af henni ef það skapar ekki rétta list, þekkir ekki rétta fólkið, stundaði ekki nám við rétta skóla eða er að vinna með viðfangsefni sem erfitt er að fá styrki fyrir,“ segir Sadie. „Við höfum mikla ástríðu fyrir að sýna list sem er vanmetin af mörgum ástæðum í listasenunnni og vildum auðvelda listafólki aðgang að henni,“ bætir Diljá við.
Öðruvísi rými fyrir öðruvísi list
Kannski sker sig frá öðrum rýmum í Reykjavík bæði vegna þess að það kostar …
Athugasemdir