Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Miðflokkurinn fékk eitt stig frá Ungum umhverfissinnum: „Hverju klúðruðum við?“

Þing­menn Mið­flokks­ins hörm­uðu það í ný­leg­um hlað­varps­þætti að þeir hefðu feng­ið heilt stig í út­tekt Ungra um­hverf­issinna um af­stöðu stjórn­mála­flokka í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um. „Hvernig gát­um við lent í að fá stig þarna?“ spurði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur flokks­ins.

Miðflokkurinn fékk eitt stig frá Ungum umhverfissinnum: „Hverju klúðruðum við?“

„Við fengum eitt stig! Hverju klúðruðum við?“ spurði Bergþór Ólason Sigmund Davíð Gunnlaugsson í nýjasta þætti hlaðvarps þeirra Sjónvarpslausir fimmtudagar sem birtist í síðustu viku. 

Umrætt stig fékk flokkur þingmannanna á kvarða í úttekt Ungra umhverfissinna á stefnu stjórnmálaflokkanna í umhverfis- og loftslagsmálum. Úttektin var unnin í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 og má nálgast hér.

Á dögunum sótti Bergþór fund á vegum samtakanna fyrir hönd Miðflokksins. Samtökin létu hann þar fá hefti þar sem þessi stigagjöf var meðal annars útlistuð. Sigmundur Davíð var með heftið handtækt og las upp úr því í hlaðvarpsþættinum. „Þarna fá Vinstri grænir 80 stig rúmlega – 80,3. Píratar toppa þá – 81,2. Viðreisn – 76,3.“ 

Miðflokkurinn fékk hins vegar aðeins eitt stig og mennirnir veltu því fyrir sér hverju þeir höfðu klúðrað með þeim afleiðingum að þeir hefðu fengið þetta stig. „Hvernig gátum við lent í því að fá stig þarna?“ spurði Sigmundur Davíð.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár