Valur Gunnarsson sagnfræðingur hefur um árabil verið afkastamikill greina- og bókahöfundur, jaðarmaður sem fylgir nútímalegum reportage-stíl, oft með sjálfan sig í miðju, á staðnum, hér og nú. Hann hefur því verið merkilegur angi af nútímalegri umfjöllun um samtímann með sannverðuga og víðtæka þekkingu af evrópskri sögu. Það er enginn heimóttarskapur í hans skrifum. Við eigum fáa slíka, tímarit og blöð hafa ekki efni á slíkum vinnubrögðum, helst eru það sjónvarpsstöðvarnar sem hafa leyft sér þannig munað þótt ódýrara sé að kaupa slíkt efni inn frá útlöndum. Við sjáum líka tilhneiginguna á erlendum stöðvum sem sinna fréttaþjónustu að marka sér stöðu með þess háttar efni.
Valur býður nú upp á þrennu: fyrsti parturinn stendur honum næst, þroskasögu sína rekur hann um leið og okkur er gerð grein fyrir þýskum uppruna hans og sögu langömmu hans sem komst til Íslands og stofnaði þar fjölskyldu. Í annan stað rekur Valur sögu Berlínar allt …
Athugasemdir (1)