Stefán Þór Þorgeirsson, leikari og hlaðvarpsstjórnandi, og Sherine Otomo Bouhafs innanhússhönnuður fluttu til Íslands í vor eftir tveggja ára langa dvöl í Japan. Með í för var sonur þeirra, Emír, sem þau eignuðust í Japan í fyrrahaust.
Í samtali við Heimildina segist Stefán fylgjast náið með mánaðarlegum útgjöldum og breytingum á verðlagi á matvörum í búðum. Hann telur að um 25 prósent af mánaðarlegum útgjöldum fari í matarinnkaupin sem séu um það bil 100 þúsund krónur á mánuði. Þá segist hann hafa tekið eftir því að matarverð hér landi hafi breyst mikið frá því hann flutti út til Japans árið 2022.
„Já, ég held það megi alveg segja það. Ég man sérstaklega eftir að grænmeti og ávextir voru alltaf heilt yfir mjög ódýrir. Núna þarf maður svolítið að velja og hafna. Ég kaupi bara ákveðnar tegundir af grænmeti og ákveðnar tegundir af ávöxtum. Ég …
Athugasemdir (2)