Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Líst ekki á blikuna

Meiri­hluti danskra grunn­skóla­kenn­ara tel­ur að al­var­leg­ur fjár­skort­ur standi starfi danskra grunn­skóla fyr­ir þrif­um. Fjár­skort­ur­inn bitni á öll­um hlið­um skóla­starfs­ins. Lof­orð stjórn­valda um aukn­ar fjár­veit­ing­ar á næstu ár­um dugi tæp­ast til að bæta úr ástand­inu.

Í Danmörku eru tæplega 1.100 grunnskólar, misstórir. Sá stærsti er í Glostrup í nágrenni Kaupmannahafnar með um það bil 2.300 nemendur.

Í þessum tæplega 1.100 skólum eru rúmlega 47 þúsund kennarar, auk annars starfsfólks. Fimmti hver grunnskólakennari hefur ekki kennaramenntun, það hlutfall hefur farið vaxandi á síðustu árum. Fjórði hver nemandi sem útskrifast úr kennaranámi, og ræður sig til kennslu í grunnskóla, Folkeskole, hættir kennslunni innan fimm ára. Helmingur þessa hóps ræður sig til starfa í Privatskole sem eru reknir á ríkisframlagi og skólagjöldum, hinir snúa sér að öðrum störfum.

Miklar breytingar

Danska kennarasambandið var stofnað árið 1874 og er því 150 ára á þessu ári. Þess hefur verið minnst með ýmsum hætti að undanförnu og í síðustu viku var haldin í Kaupmannahöfn sérstök tveggja daga ráðstefna um skólamál. Meðal ræðumanna var Mette Frederiksen forsætisráðherra. Hún rifjaði upp að fyrir áratugum var kennarinn einvaldur í skólastofunni, nemendur komust ekki upp með neitt múður, urðu að sitja og standa eins og kennarinn fyrirskipaði. Síðan hefði margt breyst, sagði Mette Frederiksen, og margs konar reglur gert það að verkum að kennarar hefðu verið vængstýfðir, eins og hún komst að orði. Áhrif foreldra orðið æ meiri og í sumum efnum alltof mikil, kennarar hefðu vart mátt hasta á einstaka nemendur án þess að fá til baka hótanir og iðulega kvartanir frá foreldrum sem ekki tryðu neinu misjöfnu upp á sitt barn. „Þetta svokallaða frjálsræði hefur gengið alltof langt, við erum samt ekki að tala um Svartaskóla með eintómum utanaðlærdómi og stagli,“ sagði Mette Frederiksen.

Minni miðstýring

Umræður um skólamál eru ekki nýjar af nálinni í Danmörku og málefni skólanna margoft ratað inn í þingið, Folketinget. Þær umræður hafa iðulega snúist um skort á fjármagni til skólanna en líka margt annað varðandi starfsemina. Síðastliðið vor náðist samkomulag um ýmsar breytingar í skólamálum. Ekki er í pistli sem þessum hægt að gera grein fyrir þeim en meðal þess sem kveðið er á um í samkomulaginu er að kennarar ráði í skólastofunni, þeir geti til að mynda vísað nemanda úr tíma og skólastjórnendur geti látið ,,vandræðagemlinga“ hjálpa til við að taka til í skólanum að lokinni kennslu. Skólar hafi aukið sjálfstæði í mörgum málum varðandi skólastarfið í stað þess að ráðuneytið „leggi línurnar“ eins og Mattias Tesfaye barna- og menntamálaráðherra komst að orði þegar hann kynnti samkomulagið á fundi með fréttamönnum. „Færri fundi um allt mögulegt en meira starf í skólastofunni,“ sagði ráðherrann. Hann greindi jafnframt frá því að þingið hefði ákveðið að árlega verði varið 740 milljónum danskra króna til að styrkja skólastarfið og því til viðbótar komi svokölluð eingreiðsla, 2,6 milljarðar (52 milljarðar íslenskir), sem verði eyrnamerktir úrbótum í skólahúsnæði og enn fremur 540 milljóna eingreiðsla (tæpir 11 milljarðar íslenskir) til bókakaupa.

Þetta eru miklir peningar en kennarar hafa á undanförnum árum bent á síendurtekinn niðurskurð í fjárveitingum til skólanna og það taki mörg ár að vinda ofan af vandanum.

Milljarður á ári

Á áðurnefndri afmælisráðstefnu Danska kennarasambandsins kom fram í máli Mattias Tesfaye barna-og menntamálaráðherra að fram til ársins 2030 fái grunnskólarnir í landinu árlega jafngildi 20 milljarða íslenskra króna til að fjölga kennurum. Þörfin er brýn því á síðasta ári fækkaði grunnskólakennurum um rúmlega 1 þúsund en samkvæmt útreikningum menntamálaráðuneytisins mun vanta um 13 þúsund kennara fram til ársins 2030.

Lakari fjárhagur vekur ugg

Danska kennarasambandið birti nýlega niðurstöður viðamikillar rannsóknar  meðal kennara í dönskum grunnskólum. Þar kemur fram að 83 prósent kennara álítur að það vanti meira fjármagn í reksturinn. Bækur og önnur gögn séu alltof gömul, tölvur sem skólinn láti nemendum í 3. bekk í té eigi að endast út skólagönguna (í 9. eða 10. bekk) og ef þær gefi sig verði foreldarnir að útvega nýjar.

Verst sé þó að mati kennaranna að fjárskorturinn bitni á þroska nemendanna og hvernig þeir þrífist í skólanum. 73 prósent kennara telur að hinn þröngi fjárhagsrammi bitni á fagkunnáttu nemenda og 68 prósent telur hann bitna á velferð og líðan nemenda í skólunum.

Í viðtali við danska útvarpið sagði Bo Birk Nielsen, lektor í Álaborg, sem um árabil hefur rannsakað þroska og líðan skólabarna, að ekki kæmi á óvart að kennurum þætti naumt skammtað úr peningakassanum „en að átta af hverjum tíu kennurum telji að það hafi veruleg áhrif á skólastarfið, og ekki síst þroska og velferð nemenda kemur á óvart“.

Kirsten Fisker, gamalreyndur kennari við Vibeskolen í Ullerslev á Fjóni, sagði í viðtali við danska útvarpið að kennurum liði illa þegar þeir gætu ekki, vegna tímaskorts, eytt nægum tíma til útskýringa og yrðu að hlaupa frá hálfkláruðu verki, eins og hún komst að orði, „mörgum börnum líður ekki sem best í skólanum, eru óörugg og treysta á kennarann til að útskýra og leiðbeina“. Og bætti við, „vonandi standa stjórnvöld við loforð um aukið fjármagn til að fjölga kennurum og þá verður kannski hægt að fækka í bekkjum. Loforð stjórnvalda hafa ekki alltaf staðist, og ef sú verður raunin líst okkur kennurum ekki á blikuna.“ 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu