Líst ekki á blikuna

Meiri­hluti danskra grunn­skóla­kenn­ara tel­ur að al­var­leg­ur fjár­skort­ur standi starfi danskra grunn­skóla fyr­ir þrif­um. Fjár­skort­ur­inn bitni á öll­um hlið­um skóla­starfs­ins. Lof­orð stjórn­valda um aukn­ar fjár­veit­ing­ar á næstu ár­um dugi tæp­ast til að bæta úr ástand­inu.

Í Danmörku eru tæplega 1.100 grunnskólar, misstórir. Sá stærsti er í Glostrup í nágrenni Kaupmannahafnar með um það bil 2.300 nemendur.

Í þessum tæplega 1.100 skólum eru rúmlega 47 þúsund kennarar, auk annars starfsfólks. Fimmti hver grunnskólakennari hefur ekki kennaramenntun, það hlutfall hefur farið vaxandi á síðustu árum. Fjórði hver nemandi sem útskrifast úr kennaranámi, og ræður sig til kennslu í grunnskóla, Folkeskole, hættir kennslunni innan fimm ára. Helmingur þessa hóps ræður sig til starfa í Privatskole sem eru reknir á ríkisframlagi og skólagjöldum, hinir snúa sér að öðrum störfum.

Miklar breytingar

Danska kennarasambandið var stofnað árið 1874 og er því 150 ára á þessu ári. Þess hefur verið minnst með ýmsum hætti að undanförnu og í síðustu viku var haldin í Kaupmannahöfn sérstök tveggja daga ráðstefna um skólamál. Meðal ræðumanna var Mette Frederiksen forsætisráðherra. Hún rifjaði upp að fyrir áratugum var kennarinn einvaldur í skólastofunni, nemendur komust ekki upp með neitt múður, urðu að sitja og standa eins og kennarinn fyrirskipaði. Síðan hefði margt breyst, sagði Mette Frederiksen, og margs konar reglur gert það að verkum að kennarar hefðu verið vængstýfðir, eins og hún komst að orði. Áhrif foreldra orðið æ meiri og í sumum efnum alltof mikil, kennarar hefðu vart mátt hasta á einstaka nemendur án þess að fá til baka hótanir og iðulega kvartanir frá foreldrum sem ekki tryðu neinu misjöfnu upp á sitt barn. „Þetta svokallaða frjálsræði hefur gengið alltof langt, við erum samt ekki að tala um Svartaskóla með eintómum utanaðlærdómi og stagli,“ sagði Mette Frederiksen.

Minni miðstýring

Umræður um skólamál eru ekki nýjar af nálinni í Danmörku og málefni skólanna margoft ratað inn í þingið, Folketinget. Þær umræður hafa iðulega snúist um skort á fjármagni til skólanna en líka margt annað varðandi starfsemina. Síðastliðið vor náðist samkomulag um ýmsar breytingar í skólamálum. Ekki er í pistli sem þessum hægt að gera grein fyrir þeim en meðal þess sem kveðið er á um í samkomulaginu er að kennarar ráði í skólastofunni, þeir geti til að mynda vísað nemanda úr tíma og skólastjórnendur geti látið ,,vandræðagemlinga“ hjálpa til við að taka til í skólanum að lokinni kennslu. Skólar hafi aukið sjálfstæði í mörgum málum varðandi skólastarfið í stað þess að ráðuneytið „leggi línurnar“ eins og Mattias Tesfaye barna- og menntamálaráðherra komst að orði þegar hann kynnti samkomulagið á fundi með fréttamönnum. „Færri fundi um allt mögulegt en meira starf í skólastofunni,“ sagði ráðherrann. Hann greindi jafnframt frá því að þingið hefði ákveðið að árlega verði varið 740 milljónum danskra króna til að styrkja skólastarfið og því til viðbótar komi svokölluð eingreiðsla, 2,6 milljarðar (52 milljarðar íslenskir), sem verði eyrnamerktir úrbótum í skólahúsnæði og enn fremur 540 milljóna eingreiðsla (tæpir 11 milljarðar íslenskir) til bókakaupa.

Þetta eru miklir peningar en kennarar hafa á undanförnum árum bent á síendurtekinn niðurskurð í fjárveitingum til skólanna og það taki mörg ár að vinda ofan af vandanum.

Milljarður á ári

Á áðurnefndri afmælisráðstefnu Danska kennarasambandsins kom fram í máli Mattias Tesfaye barna-og menntamálaráðherra að fram til ársins 2030 fái grunnskólarnir í landinu árlega jafngildi 20 milljarða íslenskra króna til að fjölga kennurum. Þörfin er brýn því á síðasta ári fækkaði grunnskólakennurum um rúmlega 1 þúsund en samkvæmt útreikningum menntamálaráðuneytisins mun vanta um 13 þúsund kennara fram til ársins 2030.

Lakari fjárhagur vekur ugg

Danska kennarasambandið birti nýlega niðurstöður viðamikillar rannsóknar  meðal kennara í dönskum grunnskólum. Þar kemur fram að 83 prósent kennara álítur að það vanti meira fjármagn í reksturinn. Bækur og önnur gögn séu alltof gömul, tölvur sem skólinn láti nemendum í 3. bekk í té eigi að endast út skólagönguna (í 9. eða 10. bekk) og ef þær gefi sig verði foreldarnir að útvega nýjar.

Verst sé þó að mati kennaranna að fjárskorturinn bitni á þroska nemendanna og hvernig þeir þrífist í skólanum. 73 prósent kennara telur að hinn þröngi fjárhagsrammi bitni á fagkunnáttu nemenda og 68 prósent telur hann bitna á velferð og líðan nemenda í skólunum.

Í viðtali við danska útvarpið sagði Bo Birk Nielsen, lektor í Álaborg, sem um árabil hefur rannsakað þroska og líðan skólabarna, að ekki kæmi á óvart að kennurum þætti naumt skammtað úr peningakassanum „en að átta af hverjum tíu kennurum telji að það hafi veruleg áhrif á skólastarfið, og ekki síst þroska og velferð nemenda kemur á óvart“.

Kirsten Fisker, gamalreyndur kennari við Vibeskolen í Ullerslev á Fjóni, sagði í viðtali við danska útvarpið að kennurum liði illa þegar þeir gætu ekki, vegna tímaskorts, eytt nægum tíma til útskýringa og yrðu að hlaupa frá hálfkláruðu verki, eins og hún komst að orði, „mörgum börnum líður ekki sem best í skólanum, eru óörugg og treysta á kennarann til að útskýra og leiðbeina“. Og bætti við, „vonandi standa stjórnvöld við loforð um aukið fjármagn til að fjölga kennurum og þá verður kannski hægt að fækka í bekkjum. Loforð stjórnvalda hafa ekki alltaf staðist, og ef sú verður raunin líst okkur kennurum ekki á blikuna.“ 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
2
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
3
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mánuði að svara fyrir skipunina
4
Fréttir

Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mán­uði að svara fyr­ir skip­un­ina

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata sem sit­ur í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, fór hörð­um orð­um um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið fyr­ir að hafa ekki enn orð­ið við beiðni nefnd­ar­inn­ar um að upp­lýsa um skip­un sendi­herra Banda­ríkj­anna. Fimm mán­uð­ir eru síð­an beiðn­in var mót­tek­in en sam­kvæmt lög­um ber stjórn­völd­um að svara beiðn­um nefnd­ar­inn­ar eigi síð­ar en viku eft­ir að hún hef­ur ver­ið mót­tek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár