Rán hefur á fáum árum stokkið fram í fremstu röð smiða og sagnameistara myndfrásagnar. Hún hlaut verðlaun Norðurlandaráðs 2023 fyrir bók sína Eldgos. Stafræn andmæli hennar við kvíaeldi þutu um kerfin öll fyrir fáum mánuðum og tætti með einföldu myndmáli rök fiskeldismanna. Rán er ungur listamaður og má því vænta að hún muni á komandi árum vera merkileg viðbót við myndhöfunda okkar.
Rán semur í senn mynd og mál, tengir miðin saman og hefur næma tilfinningu fyrir þeim frásagnarhætti sem henni er kær: sposk, mild sýn á fólk í fjölskyldum, börn og fullorðna, dýr og menn. Hún dregur í einföldum fáum dráttum upp í stórum myndum kringumstæður og það sem mestu skiptir: skrifar inn í myndflötinn einfalda lestexta í hástöfum sem bæta við myndina og leiða söguna áfram. Hún er hugmyndarík, hefur gott auga fyrir skoplegum smáatriðum sem kæta lesandann og stækka efnið í hverri mynd.
„Rán er ungur listamaður …
Athugasemdir