Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Páll Vilhjálmsson ákærður fyrir hatursorðræðu

Lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ákærði blogg­ar­ann Pál Vil­hjálms­son á dög­un­um fyr­ir meinta hat­ursorð­ræðu. Ákær­an er til­kom­in vegna um­mæla Páls um Sam­tök­in '78 og fræðslu sem sam­tök­in veittu í grunn­skól­um lands­ins í fyrra.

Páll Vilhjálmsson ákærður fyrir hatursorðræðu
Hélt í fyrstu að um grín væri að ræða Páll Vilhjálmsson lýsir í bloggfærslu sinni að þegar lögreglumaður afhenti honum ákæru fyrir hatursfull ummæli í garð Samtaka 78 og fræðsluátaki sem samtökin tóku þátt í að móta fyrir grunnskóla landsins, hafi hann talið um grín væri að ræða. Mynd: fg.is

Páll Vilhjálmsson, fyrrverandi  framhaldsskólakennari og bloggari, hefur verið ákærður vegna ummæla sem hann lét falla í bloggfærslum sem hann birti haustið 2023. Þetta tilkynnti Páll nýverið í færslu sem hann birti á bloggsíðu sinni í dag. Ákæran er tilkomin vegna ummæla Páls um Samtökin 78 og fræðslu sem samtökin gerðu samninga um að miðla til grunnskólanemenda og starfsfólks leik- grunnskóla.

Í bloggfærslu sinni upplýsir Páll að Álfur Birkir Bjarnason, fyrrverandi formaður Samtakanna 78, hafi kært þessi ummæli til lögreglu skömmu eftir að þau voru birt. Ári síðan barst honum kæran.

Ummæli um hinseginfræðslu og Samtökin '78

Í færslu Páls kemur fram að ákæran snúi að tveimur efnisgreinum sem birtar voru í umræddri bloggfærslu. Annars vegar hafði Páll skrifað: „Samtökin '78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.“

Hin efnisgreinin sem Páll hefur verið ákærður fyrir snýr að hinsegin- kynfræðslu sem Samtökin tóku þátt í að útfæra í samstarfi við ríkið, sveitarfélög og önnur félagssamtök í grunnskólum landsins.

Í bloggfærslu sinni hélt Páll því fram að kennsluefnið væri í raun dulbúin tæling.

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Æi, maðurinn.
    Hvað fyndist honum ef einhver skrifi um hann að hann sé áhugamaður "um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna".
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár