Heimildin fór í Kringluna á dögunum og spurði kjósendur hvaða málefni brynnu á þeim í komandi alþingiskosningum. Þá var fólk spurt hvort alþjóðamál spiluðu inn í val þeirra á flokki.
Húsnæðis- og efnahagsmál voru oftast nefnd sem mikilvægustu kosningamálin en nokkuð skiptar skoðanir voru milli fólks hvort alþjóðamálin skiptu þau máli.
Ísland gæti þurft stuðning
Að mati Sólveigar Ásgrímsdóttur eru mikilvægustu kosningamálin velferðarmál og það að „koma efnahag landsins í lag“. Hún segist aðspurð vera að hugsa um að kjósa Samfylkinguna.
Spurð hvort alþjóðamál spili inn í ákvörðun hennar segir Sólveig að auðvitað skipti alþjóðamálin máli. „Þau skipta máli vegna þess að við erum hluti af heiminum. Og það sem gerist annars staðar hefur áhrif hingað og við eigum að vera þátttakendur.“
Meðal þess sem hún er að velta fyrir sér eru stríðin í Úkraínu, Afríku og Palestínu, ásamt komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum.
Er eitthvað sem þú vilt …
Athugasemdir