Verkfall kennara hafið í níu skólum

Verk­fall hófst í níu skól­um í dag vegna kjara­bar­áttu kenn­ara. Ótíma­bund­ið verk­fall er í fjór­um leik­skól­um en tíma­bund­ið verk­fall í þrem­ur grunn­skól­um, ein­um fram­halds­skóla og ein­um tón­list­ar­skóla.

Verkfall kennara hafið í níu skólum

Samningafundi í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og ríkisins hins vegar lauk í gærkvöldi, án árangurs. Verkfall hófst því í dag í alls níu skólum. Næsti formlegi samningafundur hefur ekki verið boðaður.

Verkföll eru jafnframt boðuð í þremur grunnskólum frá 25. nóvember til 20. desember. Þetta eru Árbæjarskóli í Reykjavík, Garðaskóli í Garðabæ og Heiðarskóli í Reykjanesbæ. Þá hefur verkfall verið boðað í Menntaskólanum í Reykjavík frá 11. nóvember til 20. desember.

Verkfallsaðgerðir sem hófust í dag:

Ótímabundið verkfall í fjórum leikskólum
  • Leikskóli Seltjarnarness

  • Drafnarsteinn í Reykjavík

  • Holt í Reykjanesbæ

  • Ársalir á Sauðárkróki

Tímabundið verkfall í fjórum grunnskólum, frá 29. október til 22. nóvember
  • Áslandsskóli í Hafnarfirði

  • Laugalækjarskóli í Reykjavík

  • Lundarskóli á Akureyri

Tímabundnar aðgerðir í framhaldsskóla og tónlistarskóla, frá 29. október til 20. desember
  • Framhaldsskóli Suðurlands

  • Tónlistarskóli Ísafjarðar

Alls fara félagsmenn sex aðildarfélaga KÍ í verkfall; þetta eru Félag grunnskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Félag stjórnenda í framhaldsskólum og Skólastjórafélag Íslands. Félagsmenn Félags stjórnenda leikskóla hafa ekki verkfallsrétt.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
1
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
5
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár